Síða 1 af 1

Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 02:29
af AciD_RaiN
Sælir. Ég var að fatta það að diskurinn sem ég nota undir allt mitt heilagasta efni er bara með 51% í health enda orðinn frekar gamall. Hvenær þarf ég að hugsa um að skipta honum út?

Mynd

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 02:40
af Gunnar
strax. og ekki hafa allt það mikilvæga á einum stað. helst fleirri en 2.

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 02:54
af AciD_RaiN
Búinn að færa þetta yfir á annan disk til vonar og vara en nú er bara málið að reyna að finna sér nýjan disk ](*,)

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 04:31
af gardar
Það er náttúrulega þumalputtaregla að hafa aldrei mikilvæg gögn einungis á einum diski.

Annars stendur þarna að þú sért með 32 bad sectors, skoðaðu smart info og skoðaðu hve marga spare sectors þú hefur í heildina. Þegar þeir eru orðnir fullnýttir þá er diskurinn orðinn það leiðinlegur að ég myndi kalla hann ónothæfann.

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 09:33
af mundivalur
Hvaða HDD forrit er þetta ?

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 10:01
af dori
mundivalur skrifaði:Hvaða HDD forrit er þetta ?

Það stendur "Hard Disk Sentinel" þarna svo að ég geri ráð fyrir að þetta sé það.

Re: Hvenær er health á diskum komið á hættustig?

Sent: Fim 08. Mar 2012 10:36
af mundivalur
Og það var rétt :happy þakka