Síða 1 af 1
Tengja ipod við gamlan magnara.
Sent: Mið 07. Mar 2012 17:52
af BjarkiB
Sælir, vantar smá hjálp. Fékk gefins gamlan magnara og tvo stóra hátalara. Það kemur mjög gott hljóð þegar ég tengdi gamlan geisla og kasettu spilara við magnarann en þegar ég tengi ipodinn við hann kemur frekar djúpt og lélegt hljóð. Er eitthvað sem ég get gert?
-BjarkiB
Re: Tengja ipod við gamlan magnara.
Sent: Mið 07. Mar 2012 19:23
af audiophile
BjarkiB skrifaði:Sælir, vantar smá hjálp. Fékk gefins gamlan magnara og tvo stóra hátalara. Það kemur mjög gott hljóð þegar ég tengdi gamlan geisla og kasettu spilara við magnarann en þegar ég tengi ipodinn við hann kemur frekar djúpt og lélegt hljóð. Er eitthvað sem ég get gert?
-BjarkiB
Slökktu á EQ í ipodinum, passaðu að volume restriction sé ekki á og hann sé hækkaður í botn. Annars finnst mér almennt lélegt hljóð úr MP3 spilurum inn á græjur. Voðalega lágt signal úr þeim flestum.
Re: Tengja ipod við gamlan magnara.
Sent: Mið 07. Mar 2012 19:24
af axyne
Ertu nokkuð að tengja ipodinn við plötuspilarainngang ? (phono) ?
Re: Tengja ipod við gamlan magnara.
Sent: Mið 07. Mar 2012 19:31
af BjarkiB
axyne skrifaði:Ertu nokkuð að tengja ipodinn við plötuspilarainngang ? (phono) ?
Er búinn að prufa önnur tengi, en í phono er þetta svona mjög djúpt hljóðið. En annars er ég kannski ekki að fá betra hljóð frá mp3 í svona gamalt tæki.