Síða 1 af 1
Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 05:48
af Örn ingi
Hvað græði ég á því að hafa straumbreytir á vga switch??? Sé nebbla að þeir hjá kísildal eiga einn á 2500kr sem er voða simple og fyrirferðar lítill.
Enn svo á Local ALLT búðinn í mínum heimabæ einn HUGE 3 porta með straumbreitir....
Var bara að vellta fyrir mér hvort að þessir ódýrari switchar væru að "ghosta" milli véla eða valda einhverjum leiðinda hátíðni hljóðum eða slíkt....
Endilega ef einhver hefur reynslu af þessu að koma með smá feedback á þetta

Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 06:06
af axyne
þessi sem er með straumbreyti er að magna upp merkið og því ættirðu að geta verið með lengri snúrum frá og í hann, hef sjálfur lent í að skiptari sem ég var að setja upp var ekki að höndla að hafa langar snúrur og þurfti því að skipta honum út fyrir active'ann.
Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 06:28
af Örn ingi
Ahhh ok, þá skil ég pointið enn þar sem að ég kem til með að vera með allt draslið á sama borðinu (í stuttum köpplum) þá hentar sá minni mér ágætlega!
Takk fyrir svarið.
Btw off topic Electronic technician = Rafeindavirki?
Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 09:36
af axyne
Örn ingi skrifaði:Btw off topic Electronic technician = Rafeindavirki?
já og nei, menntamálaráðuneytið segjir Rafeindavirki sé Electronic Engineering, mér finnst það bull.
Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 10:22
af Tbot
Electronic technician er rafeindavirki, alveg sama hvað einhvert skúffuskoffín heldur niður í ráðuneyti.
Engineer er sá sem hefur hlotið menntun á háskólastigi, þ.e. verk- eða tæknifræði.
Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 11:38
af tdog
Tbot skrifaði:Electronic technician er rafeindavirki, alveg sama hvað einhvert skúffuskoffín heldur niður í ráðuneyti.
Engineer er sá sem hefur hlotið menntun á háskólastigi, þ.e. verk- eða tæknifræði.
Nei það þarf ekkert að vera, sound engineer er t.d bara hljóðmaður, hann er ekkert endilega háskólagenginn.
Re: Hvurs vegna er straumbreytir við 2-3 porta vga switch???
Sent: Mið 07. Mar 2012 12:12
af Klaufi
Engineer er óskilgreindasta heiti sem til er.