Síða 1 af 1

Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Lau 03. Mar 2012 16:03
af Varasalvi
Ég er með þessi heyrnatól
http://www.tolvutek.is/vara/plantronics ... -hljodnema
Og þetta stikki
http://www.tolvutek.is/vara/startech-ic ... -hljodkort

PS3 er bara með USB tengi, bæði heyrnatólið og hátalarnir mínir eru með svona "Stereo Jack" (Grænt tengi)
Svo ég keypti þetta stikki sem leyfir mér að breyta þessu græna tengi í USB, en þegar ég sting því í PS3 þá kemur ekkert hljóð. Ég hef farið í stillingar í PS3 og stillt á rétta "input" en ekkert gerist.

Veit einhver hvað er að og hvernig ég get fengið þetta til að virka?

Re: Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Lau 03. Mar 2012 17:57
af Saber
Ég er 99% viss um að PS3 styðji ekki USB hljóðkort.

Þú hefðir átt að spurja sölumanninn í búðinni hvort þetta virkaði með PS3. Hann hefði að öllum líkindum sagt nei.

Re: Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Lau 03. Mar 2012 19:04
af worghal
þig vantar RCA splitter. female rautt og hvítt í female grænt jack.
svo notaru venjulegu rca kaplana og stillið hljóð outputið á rca.

ég hef gert þetta og þetta virkar 100%
ef þú ætlar að nota mic þá þarftu að vera með bluetooth eða headsett sem eru gerð fyrir ps3.

Re: Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Lau 03. Mar 2012 20:18
af Varasalvi
janus skrifaði:Ég er 99% viss um að PS3 styðji ekki USB hljóðkort.

Þú hefðir átt að spurja sölumanninn í búðinni hvort þetta virkaði með PS3. Hann hefði að öllum líkindum sagt nei.


Ég gerði það, sagði að ég væri að leita að leið til að fá hljóð í PS3 og hann tók þetta úr hilluni.

Re: Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Lau 03. Mar 2012 20:25
af eythor511
worghal skrifaði:þig vantar RCA splitter. female rautt og hvítt í female grænt jack.
svo notaru venjulegu rca kaplana og stillið hljóð outputið á rca.

ég hef gert þetta og þetta virkar 100%
ef þú ætlar að nota mic þá þarftu að vera með bluetooth eða headsett sem eru gerð fyrir ps3.


Ps3 styður bara hljóð fyrir spjall úr usb þannig mic-inn getur tengst i usb kortið en hljóðið
úr rca eins og worghal seigir

Re: Vesen að fá hljóð í PS3 tölvu

Sent: Sun 04. Mar 2012 04:50
af worghal
eythor511 skrifaði:
worghal skrifaði:þig vantar RCA splitter. female rautt og hvítt í female grænt jack.
svo notaru venjulegu rca kaplana og stillið hljóð outputið á rca.

ég hef gert þetta og þetta virkar 100%
ef þú ætlar að nota mic þá þarftu að vera með bluetooth eða headsett sem eru gerð fyrir ps3.


Ps3 styður bara hljóð fyrir spjall úr usb þannig mic-inn getur tengst i usb kortið en hljóðið
úr rca eins og worghal seigir

ég var búinn að steingleima að mic virkar gegnum usb.