Síða 1 af 1

Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 19:46
af AciD_RaiN
Ég var að skipta um kassa og nú finnur tölvan ekki system diskinn sama í hvaða slot ég set hann... Finnur hann ekki í BIOS heldur og ekki þegar ég set win 7 diskinn í og ætla að setja það upp aftur heldur... Hvað gæti verið að??

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 19:56
af worghal
is it plugged in? :troll

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:00
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:is it plugged in? :troll

Ég er búinn að tengja hann við öll tengin þannig já hann hlýtur að vera plugged in....

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:04
af worghal
sést hann í öðrum tölvum?
búinn að prufa aðra kapla?
er kapallinn almennilega fastur í PSU?

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:06
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:sést hann í öðrum tölvum?
búinn að prufa aðra kapla?
er kapallinn almennilega fastur í PSU?

Er búinn að tékka á þessu öllu en ætla að prófa að setja hann í hýsingu og athuga hvort hann virki þar :(

Núna kemur bara "BOOTMGR is missing"

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:07
af Oak
hmmm en rafmagn í hann? :)

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:12
af AciD_RaiN
Oak skrifaði:hmmm en rafmagn í hann? :)

Já og hann er að virka í hýsingunni... Þetta er pottþétt eitthvað heavy einfalt og ég bara of heimskur til að fatta það :face

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:31
af AciD_RaiN
Núna finnur hún diskinn en það kemur alltaf boot manager is missing (BOOTMGR is missing)

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:35
af worghal
AciD_RaiN skrifaði:Núna finnur hún diskinn en það kemur alltaf boot manager is missing (BOOTMGR is missing)

er nokkuð viss um að þú þarft að formata, eða gera repair.

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 20:37
af AciD_RaiN
worghal skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:Núna finnur hún diskinn en það kemur alltaf boot manager is missing (BOOTMGR is missing)

er nokkuð viss um að þú þarft að formata, eða gera repair.

Well... Grunaði það en var að vonast til að komast hjá því... Þá er bara format :crying

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 21:08
af Gunnar Andri
ég lenti í því um daginn að það kom bootmgr missing og þá var ég með usb lykil tengdan tók hann úr og allt virkaði :)
veit ekki hvort þetta hjálpar þér en virkaði hjá mér.

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 23:14
af Garri
3ja ára leikjatölvan mín á það til að týna SSD diskinum.. vandinn er að hún nær að losa SATA tengið við diskinn, er langt í frá með nógu mikla spennu og í raun bara laust.

En þetta lýsti sér einmitt svona, fann ekki diskinn osfv.

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Fös 02. Mar 2012 23:47
af AciD_RaiN
Ég er bara búinn að setja tölvuna upp aftur... Allt orðið eins og það var ;)

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Lau 03. Mar 2012 01:10
af Örn ingi
hvernig kassa varstu að fá þér?

Re: Hjálp. Tölvan finnur ekki SSD diskinn

Sent: Lau 03. Mar 2012 01:34
af AciD_RaiN
Örn ingi skrifaði:hvernig kassa varstu að fá þér?

Corsair obsidian 800D viewtopic.php?f=57&t=45645&start=125