Síða 1 af 1

HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:29
af bjarkiatla
Í hádeiginu í dag var tölvan hjá mér í fínasta lagi ekkert að henni. Í kvöld hefur einhver vírus greinilega komist í tölvuna.
Hann lýsir sér þannig að bara er hægt að heyra hljóð í öðru heyrnatólinu. Ég héllt þetta væri bara biluð heyrnatól þannig ég prufaði önnur og það var líka dautt hljóðið öðrum megin í þeim. Svo prufaði ég að tengja hátalarana og þeir voru algjörlega nosound.
Einnig heyrsit þeim meginn sem hljóðið er dautt svona tölvuhljóð úr því, þegar ég fikta í músini og þegar tölvan er að vinna þá heyri ég það pínkulítið í lágum hátíðnihljóðum.
Ég er búinn að reyna uninstalla hljóðkortinu, system restore-a en ekkert gerist. Ég neyðist til að formata hana en hefur einhver aðra lausn á þessu eða getur sagt mér hvað gengur á ?

Re: HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:33
af Gúrú
Af hverju ætti þetta að vera vegna víruss?

Væntanlega gerist ekki neitt eftir það að þú uninstallaðir hljóðkortsdrivernum sama hvort að þú lagaðir upprunalega vandamálið eða ekki.

Sé ekki á nokkurn skapaðan hátt hvernig að vírus ætti að valda t.d. lágum hátíðnihljóðum sem flakka við vinnslu,
mun frekar bilað hljóðkort eða sá partur móðurborðsins sem að sér um það.

Re: HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:45
af Eiiki
Þetta er ekki vírus...
En er þetta fartölva eða borðtölva?
Ef þetta er borðtölva, ertu þá með sér hljóðkort eða ertu með heyrnatólin/hátalarana beintengda í audio jackinn á móðurborðinu?

Re: HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:46
af tomasjonss
Getið líka verið eitthvað að intakinu.
þegar ég plögga Senna Hæs inn að framanverðu eru stundum truflanir eða hátíðnihljóð en ekki þegar plöggað er í rassgatið á tölvunni. Getur verið eitthvað að tenginu frekar

Re: HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:47
af bjarkiatla
Ég er með allt beintengt í audio jack á móðurborðinu.

Re: HJÁLP Tölvutruflun/Vírus

Sent: Þri 21. Feb 2012 23:48
af bjarkiatla
Eiiki skrifaði:Þetta er ekki vírus...
En er þetta fartölva eða borðtölva?
Ef þetta er borðtölva, ertu þá með sér hljóðkort eða ertu með heyrnatólin/hátalarana beintengda í audio jackinn á móðurborðinu?


Já þetta er borðtölva og þetta er í jackinu á móðurborðinu.