Síða 1 af 1

Lausn: Myndin fyllir ekki skjáinn (AMD A6 & AMD A8)

Sent: Fös 17. Feb 2012 20:19
af DJOli
AMD A6 og A8 Örgjörvarnir (þessir með innbyggðum skjákortskjarna) eru örlítið gallaðir.
Skjákortshliðin í þeim einmitt klikkar örlítið ef örgjörvinn er undir eða yfirklukkaður.

Í Mínu tilfelli var það þannig að FSB var 99mhz, en eftir að ég setti hann í 101mhz þá lagaðist vandamálið.

Það er hægt að leita að þessu með því að googla AMD A6 Window doesn't fit screen, en þá kemur upp eitt post frá gaur sem komst að því að þegar örgjörvinn er klukkaður upp um 20mhz þá s.s. stækkar glugginn, osfv, svo helmingast hann víst líka (sirka) í leikjum, með yfirklukki þ.a.s.

Annars, í stuttu máli, problem solved.

Önnur möguleg lausn, nota DVI í stað VGA, og losna við þetta vandamál.

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 21:01
af cure
Hvernig skjákort ? lenti einmitt í svipuðu einu sinni þá var ekki nóg fyrir mig að breyta res bara í windows.. þurfti einnig að gera það í nvidia programinu, vona að það sé þinn vandi.

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 21:02
af bAZik
Búinn að prófa að henta drivernum og setja hann upp aftur? Ert væntanlega með nýjasta.

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 21:04
af DJOli
Er með MSI A75MA-G55 móðurborð og AMD Phenom II A6 X4 3650 2.6GHz örgjörva.
Í Örgjörvanum er Amd HD6530D skjákortskjarni.

Ég er búinn að tjékka á Screen Resolution, og einnig búinn að tjékka stillingarnar á þessu rusli sem fylgir skjákortinu (skjákortskjarnanum), en það heitir AMD Vision Engine Control Center.


Spurning hvort ég gái að nýjum driver.

Edit: Finn ekki nýjan driver :(

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 22:35
af worghal
DJOli skrifaði:Er með MSI A75MA-G55 móðurborð og AMD Phenom II A6 X4 3650 2.6GHz örgjörva.
Í Örgjörvanum er Amd HD6530D skjákortskjarni.

Ég er búinn að tjékka á Screen Resolution, og einnig búinn að tjékka stillingarnar á þessu rusli sem fylgir skjákortinu (skjákortskjarnanum), en það heitir AMD Vision Engine Control Center.


Spurning hvort ég gái að nýjum driver.

Edit: Finn ekki nýjan driver :(


there is your problem :D
nei djók :happy
er ekkert stillingar dót í amd vision til að strekkja eða kremja myndina?
og ef það er í botni, er þá engin slík stilling í skjánum sjálfum ?

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 22:36
af DJOli
Sé engar slíkar stillingar í AMD vision ruslinu.

Skjárinn gefur bara möguleika á að færa myndina horizontally og vertically, s.s. þennan "ramma" sem tölvan segir að séu 1920x1080.

fokking böggandi :(

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 23:40
af beatmaster
Er Wide mode á skjánum stillt á full?

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Fös 17. Feb 2012 23:44
af Varasalvi
Hæhæ.

Ef þú ert með Radeon kort, náðu þá í "Catalyst Control Center". Opnaðu það og clickaðu á "My Digital Flat-Panels", þá kemur drop down menu og þar veluru "Scaling Option (Digital Flat-Panels)", og þar geturu breytt scale

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Lau 18. Feb 2012 00:13
af DJOli
beatmaster skrifaði:Er Wide mode á skjánum stillt á full?


Jámm, Búin að prufa bæði Wide og Full.
Sé engan mun.

@Varasalvi
Ég veit að þú ert eflaust að reyna að vera hjálplegur, en einföld svör af google þýdd yfir á íslensku hjálpa mjög lítið.
Nei, þetta er ekki Radeon kort/kjarni. Þetta er AMD Skjákortskjarni sem er innbyggður í örgjörvann.

Enda gerði ég hér þráð til að spyrja þá fróðu. Sérfræðingana, if you will.

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Lau 18. Feb 2012 00:21
af Varasalvi
DJOli skrifaði:
beatmaster skrifaði:Er Wide mode á skjánum stillt á full?


Jámm, Búin að prufa bæði Wide og Full.
Sé engan mun.

@Varasalvi
Ég veit að þú ert eflaust að reyna að vera hjálplegur, en einföld svör af google þýdd yfir á íslensku hjálpa mjög lítið.
Nei, þetta er ekki Radeon kort/kjarni. Þetta er AMD Skjákortskjarni sem er innbyggður í örgjörvann.

Enda gerði ég hér þráð til að spyrja þá fróðu. Sérfræðingana, if you will.


Ég veit að þú varst að reyna móðga mig á "kursteisan" hátt, en þetta kom google ekkert við. Ég lendi sjálfur í þessu þegar ég formatta tölvuna eða un-installa driver.
Ég er ekki mjög fróður um tölvur, en ég sá að þú nefndir AMD og scale vandamál og ég hélt að kannski mín reynsla gæti hjálpað.

En fyrirgefðu... ég er svo heimskur ég veit, ég skal passa mig næst að reyna ekki að hjálpa og láta stóru strákana sjá um þetta...

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Lau 18. Feb 2012 00:27
af DJOli
ég bara skil ekki hvernig þetta komst framhjá þér:

DJOli skrifaði:Er með MSI A75MA-G55 móðurborð og AMD Phenom II A6 X4 3650 2.6GHz örgjörva.
Í Örgjörvanum er Amd HD6530D skjákortskjarni.


Nú hef ég sjálfur alveg töluverða reynslu í tölvuheiminum, en ég er þó ekki duglegastur í heimi að uppfæra hjá mér búnaðinn.

Ég er þó búinn að setja saman tvær tölvur á síðustu 14 mánuðum, andvirði yfir 500.000kr.- samtals, og til mig þá alveg nokkuð sleipan í þessu.

Hinsvegar kom að því að ég þyrfti að vinda mér í þessa nýlegu kynslóð örgjörva, þeirra sem eru með innbyggðan skjákortskjarna, og pantaði ég þá 23.5" skjá með.

Þrátt fyrir það ætlaði ég alls ekki að móðga þig, ekki beint allavega, en ég biðst afsökunar á því að hafa talað til þín á svokallaðan niðrandi hátt.

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Lau 18. Feb 2012 00:36
af Tiger
DJOli skrifaði:@Varasalvi
Ég veit að þú ert eflaust að reyna að vera hjálplegur, en einföld svör af google þýdd yfir á íslensku hjálpa mjög lítið.
Nei, þetta er ekki Radeon kort/kjarni. Þetta er AMD Skjákortskjarni sem er innbyggður í örgjörvann.

Enda gerði ég hér þráð til að spyrja þá fróðu. Sérfræðingana, if you will.


Alveg rólegur á hrokanum :-k

Reyndar er þetta Radeon kjarni sem þú ert með.......en þetta svar þitt fékk mig engan vegin til að langa að aðstoða, pennt sorry fyrir það.
Mynd

Re: Myndin fyllir ekki út í allan skjáinn (hjálp).

Sent: Lau 18. Feb 2012 00:47
af DJOli
Vandamál leyst!
Lestu fyrsta póst fyrir útskýringu!.