Síða 1 af 1

PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 20:48
af benediktkr
Góðan dag.

Ég er með Gigabyte GA-MA69GM-S2H móðurborð og ég var að setja Nvidia GX260 skjákort í PCI-E raufina. Viftan fer á fullan snúning en engin mynd kemur á skjáin.

Ég er búinn að prufa tvo aflgjafa (450W og 500W), bæði 6 pinna PCI-E tengin eru tengd.

Tölvan bootstrappar og svarar pingi og SSH tengingum.

Einvher með einhverjar hugmyndir um hvað gæti verið að?

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 20:52
af krukkur_dog
prófaðu að resetta BIOSinn

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 20:52
af beatmaster
Varstu búinn að disable-a onboard skjákortið í BIOS? (ef að það er það sem að þú varst að nota áður en að þú settir þetta í)

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 21:10
af benediktkr
beatmaster skrifaði:Varstu búinn að disable-a onboard skjákortið í BIOS? (ef að það er það sem að þú varst að nota áður en að þú settir þetta í)


Ég var með ATI kort áður (ég skipti vegna þess að X krassar alltaf þegar ég setti upp þrívíddar rekla). Onboard kortið gefur ekki heldur frá sér mynd ef ég tengi skjá í það.

krukkur_dog skrifaði:prófaðu að resetta BIOSinn


Prufa það. Takk fyrir ábendingar.

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 21:30
af beatmaster
Ef að kortið virkar í öðrum vélum þá geturðu verið að lenda í þeim leiðindum að sum skjákort sem að eru gerð fyrir PCI-e 2.0 staðalinn virka ekki í móðurborðum sem að eru bara með PCI-e 1.0

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 21:38
af peer2peer
Prófaðu fyrir mig eitt stórundarlegt, ég er sjálfur með Geforce 260 kort, og hef lent í þessu sama vandamáli, veit ekki hvort þetta er kortið eða móðurborðið. En prófaðu að þrýsta í hlið kortsins, svo það sé þéttara við móðurborðið, og á meðan þú heldur því svona föstu við, kveiktu á vélinni og bíddu í 10 sek. Sjáðu hvort kortið róist ekki og myndi komi á skjáinn... en farðu varlega.

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 22:50
af benediktkr
beatmaster skrifaði:Ef að kortið virkar í öðrum vélum þá geturðu verið að lenda í þeim leiðindum að sum skjákort sem að eru gerð fyrir PCI-e 2.0 staðalinn virka ekki í móðurborðum sem að eru bara með PCI-e 1.0


Kortið virkar í vélini sem ég tók það úr. Skv specifications frá Nvidia (sjá http://www.nvidia.com/docs/IO/55506/GPU_Datasheet.pdf) þá er kortið backwards-compatable með PCI-E 1.x borðum. Er það reynslan að sum kort séu ekki backwards-comptable? Eða er það vandamál á móðurborðum með PCI-E 1.x að taka PCI-E 2 kort, þó að þau séu backwards compatable?

Ég hef bootað vélini einhversstaðar á bilinu 10-15 sinnum og í tvö skipti hef ég fengið mynd á skjáin.

Ég prufaðu að resetta BIOS og þá fékk ég mynd á Onboard kortið, disablaði það í BIOS en Nvidia kortið lætur eins.

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Fim 16. Feb 2012 22:51
af benediktkr
peturthorra skrifaði:Prófaðu fyrir mig eitt stórundarlegt, ég er sjálfur með Geforce 260 kort, og hef lent í þessu sama vandamáli, veit ekki hvort þetta er kortið eða móðurborðið. En prófaðu að þrýsta í hlið kortsins, svo það sé þéttara við móðurborðið, og á meðan þú heldur því svona föstu við, kveiktu á vélinni og bíddu í 10 sek. Sjáðu hvort kortið róist ekki og myndi komi á skjáinn... en farðu varlega.


Prufaði þetta, en því miður no dice. :(

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Lau 18. Feb 2012 01:46
af benediktkr
Ég prufaði að uppfæra BIOSinn en engin breyting.

Re: PCI-E skjákort - vifta á fullu en engin mynd

Sent: Lau 18. Feb 2012 02:59
af Bioeight
Miðað við lýsinguna þá er það eina sem er eftir að checka snúrurnar og tengin á skjákortinu og skjánum. Ertu að nota einhver breytistykki? Geturðu prófað aðrar snúrur/tengi og mismunandi combinations?