Síða 1 af 1

Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 10:08
af GuðjónR
Ég er að spá í uppfærslu (nei ekki fyrir mig, ég er ennþá (AppleGay).
Aðal höfuðverkurinn er örgjörvinn.

Þessi tölva verður ekki uppfærð, þ.e. hún verður líklega notuð í 4-5 ár og síðan keypt ný þannig að uppfærslan þarf að vera almenninleg.
Tölvan verður ekki yfirklukkuð, en þarf að vera rock stable og öflug.

Samvkæmt Vaktinni þá líta verðin svona út:

Intel Core i7 3960X 3.9 > 179.900 kr
Intel Core i7 3930K 3.8 > 113.750 kr
Intel Core i7 3820K 3.6 > 55.950 kr
Intel Core i7 2700K 3.5 > 68.950 kr
Intel Core i7 2600K 3.4 > 42.900 kr

Þegar ég horfi á listann þá sé ég að 3820k er ódýrari en 2700k veit einhver af hverju? er 2700k betri en 3820k ?

Svo ef við horfum á dýrasta 3960k er hann ekki aðalega ætlaður fyrir yfirklukkara? Eða eitthvað sem kemur til álita?
Þá er spurningin hvort 3930k væri góður kostur upp á framtíðina að gera? En hvað hefur hann fram yfir t.d. 3830k annað en 2MB cache?

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 11:28
af Fletch
3930 og 3960 eru hex'a core örgjörvar, hinir eru quad.

LGA2011 hefur það framyfir að hann er með quad channel minnisarkitektúr og pci-express 3.0, þó það eigi að vera í einhverjum z68 borðunum líka.

Ef þessi vél er bara að fara í venjulega vinnslu, ekki mjög cpu intensive þá myndi ég mæla bara með 2600 gaurnum, þarft ekki K ef þú ætlar ekkert að yfirklukka og eyða mismuninum í aðra íhluti

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 11:58
af GuðjónR
Takk fyrir svarið Fletch...

En væri ekki "töff" að vera með gott 2011 móðurborð, 3820k örgvörva og svo 4x4GB (1600MHz) í vinnlsuminni til að nýta quad channelinn?.
Ertu ekki svolítið "future-proof" þannig?

Líka doldið sport að vera með flottar græjur þó þær séu ekki endilega í geggjaðri notkun, ég er t.d. með 3.4GHz iMac - intel 2600 og mig grunar að vélin fari aldrei yfir 10% cpu use...
Samt get ég ekki beðið eftir að það komi eitthvað öflugra :face

Já og 3930 er hex'a sem sagt sex kjarna sem sýnir væntanlega 12 kjarna með HyperThreading .... eru einhver forrit sem nýta það?
Sumir vilja meina að það sé jafnvel betra að vera með færri kjarna upp á almenna nýtingu, hvað segir þú við því Fletch?

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 12:00
af mundivalur
Líka það að ódýrasta LGA2011 móðurborðið er á ca.50þ svo vinnsluminnin !
En svo er það Ivy bridge sem á að koma í apríl(vonandi) og sá á að virka betur fyrir pci-express 3.0 og usb3.....

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 12:14
af GuðjónR
mundivalur skrifaði:Líka það að ódýrasta LGA2011 móðurborðið er á ca.50þ svo vinnsluminnin !
En svo er það Ivy bridge sem á að koma í apríl(vonandi) og sá á að virka betur fyrir pci-express 3.0 og usb3.....


Já það er spurning um að bíða...en apríl gæti orðið að maí, júní júlí...etc..

16GB af vinnsluminni kostar ekki nema 18-20 þúsund það er því ekki stórmál :)

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 12:26
af mundivalur
Maður nennir ekki að bíða endalaust !
Svo sem hægt að byrja á 3820K svo kemur örugglega seint á árinu Ivy B. fyrir lga2011 \:D/
Þeir eru ekki samt komnir á þennan lista en kemur örugglega!
Mynd

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 13:38
af Tiger
GuðjónR skrifaði:Líka doldið sport að vera með flottar græjur þó þær séu ekki endilega í geggjaðri notkun, ég er t.d. með 3.4GHz iMac - intel 2600 og mig grunar að vélin fari aldrei yfir 10% cpu use...
Samt get ég ekki beðið eftir að það komi eitthvað öflugra :face?


Þú ert eignlega búinn að svara sjálfum þér :)..........kemur eitthvað annað en Intel Core i7 3960X til greina eftir þessa staðreynd þína að ofan :skakkur

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 15:11
af GuðjónR
Tiger skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Líka doldið sport að vera með flottar græjur þó þær séu ekki endilega í geggjaðri notkun, ég er t.d. með 3.4GHz iMac - intel 2600 og mig grunar að vélin fari aldrei yfir 10% cpu use...
Samt get ég ekki beðið eftir að það komi eitthvað öflugra :face?


Þú ert eignlega búinn að svara sjálfum þér :)..........kemur eitthvað annað en Intel Core i7 3960X til greina eftir þessa staðreynd þína að ofan :skakkur


Well hehehe ... veit ekki.
Það eru ekki allir jafn klikkaðir og ég í þessum málum :happy

Re: Hvaða Intel örgjörvar er skynsamlegt að kaupa?

Sent: Mið 15. Feb 2012 15:27
af dori
Ef þú ert að hugsa um kraftmikinn örgjörva sem mun endast eitthvað en er samt skynsamlegt að kaupa þá held ég að í dag komi ekkert annað til greina en i7 2600 (ekki k).

Hugsanlega mun eitthvað koma í mars, apríl eða í desember. En í dag er þetta skynsamlegasta hugmyndin.