Creative SoundBlaster Recon3D Fatal1ty Champ vs. Asus Xonar
Sent: Mið 15. Feb 2012 01:11

Hefur einhver reynslu af þessu korti Creative Sound Blaster Recon3D Fatal1ty Champion
Langar svolítið að fara uppfæra, er búinn að vera með Creative Sound Blaster X-FI Fatal1ty FPS.
Var það svaka stökk á sínum tíma þegar ég fór úr onboard yfir í Sound Blasterinn en með nýju
móðuborði og fáum PCi raufum til umráða (engum með SLi setupi) þá langar mig svolítið að nýta
það sem afsökun til að uppfæra í eitthvað betra. Eitthvað PCi-Ex hljóðkort.
Hugmyndin fyrir ári var að fá sér Creative Sound Blaster X-Fi Titanium Fatal1ty Champion
en núna er þessi Recon3D kominn inn í myndina. Auk þess sem að driver uppfærslurnar voru
orðnar eitthvað slakar og hef ég heyrt mismunandi hluti um Creative í þeim málum.
Fronturinn hefur jú svolítinn sjarma með sér, þægilegt að geta tengst honum með heyrnartólum
og samt haft möguleikann á að tengja hátalarakerfi/hátalarar í skjá að aftan.
Ég er nú samt engann veginn að binda mig fastan við Creative og opin fyrir flestu. Er aðallega að
leita að leikjakorti sem getur líka höndlað bíómyndir og tónlist. Hef ég ekki verið svikinn af X-Fi
kortunum hingað til.
Asus Xonar kortin hafa fengið mikið lof en ég hef enga reynslu af þeim, þeir sem þekkja til þeirra
meiga endilega deila reynslu sinni.
Hvaða hljóðkort eru vaktarar að nota?
Mbk,
Zedro

