Síða 1 af 1

Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:12
af andribja
Lenti skyndilega í því í kvöld að tölvan mín ræsir sig ekki lengra en ASRock-móðurborðs-splash-skjárinn. Nú er ég ekki sá besti í svona bilanagreiningu, hafið þið nokkra hugmynd um hvað gæti verið að? Tölvan virkaði fínt í gær.


Ef það skiptir einhverju máli, specs:

Asrock P43De móðurborð
Intel Core 2 Duo E6600
4 GB Corsair XMS2 1060Mhz (2X2GB)
Force3D Radeon HD4870 Freezer DHT 512MB
320GB Western Digital SATA Harður diskur
Gigabyte GE-P450P-C2 Aflgjafi
NEC ND-3500AG DVD Skrifari (Skrifar plús og mínus DVD-R / DVD-RW ásamt CD-R og CD-RW og DL) .
Windows 7 Home Edition er á.

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:15
af Gíslig
vinslu minni prufaðu að taka annan kubbi úr

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:22
af andribja
Gíslig skrifaði:vinslu minni prufaðu að taka annan kubbi úr

Ah, já, ég var búinn að prófa bæði, það var ekki það. Takk samt!

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:23
af AntiTrust
Prufaðu að aftengja HDDinn og sjáðu hvort hún fer framhjá POST og yfir í no operating system villu.

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:24
af andribja
AntiTrust skrifaði:Prufaðu að aftengja HDDinn og sjáðu hvort hún fer framhjá POST og yfir í no operating system villu.

Fæ enn það sama. (Er ekki nóg að aftengja SATA-snúruna?)
Gleymdi líka að taka fram að vifturnar fara á fullt þegar ég kveiki á tölvunni.

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:28
af AntiTrust
andribja skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Prufaðu að aftengja HDDinn og sjáðu hvort hún fer framhjá POST og yfir í no operating system villu.

Fæ enn það sama. (Er ekki nóg að aftengja SATA-snúruna?)
Gleymdi líka að taka fram að vifturnar fara á fullt þegar ég kveiki á tölvunni.


Hm, yfirleitt er það merki um bilað MB, bilað RAM eða bilaðan CPU (sem er vægast sagt sjaldgæft.)

Prufaðu að hreinsa CMOS ef þú ert með þartilgerðan takka á MBinu eða taktu vélina úr sambandi við rafmagn og taktu CMOS batterýið úr móðurborðinu í nokkrar mín, settu það aftur í og sjáðu hvað gerist.

Ef þú ert búinn að prufa e-ð annað RAM en þú varst með í myndi ég giska á bilað MB.

Re: Startup vesen

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:45
af andribja
AntiTrust skrifaði:
andribja skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Prufaðu að aftengja HDDinn og sjáðu hvort hún fer framhjá POST og yfir í no operating system villu.

Fæ enn það sama. (Er ekki nóg að aftengja SATA-snúruna?)
Gleymdi líka að taka fram að vifturnar fara á fullt þegar ég kveiki á tölvunni.


Hm, yfirleitt er það merki um bilað MB, bilað RAM eða bilaðan CPU (sem er vægast sagt sjaldgæft.)

Prufaðu að hreinsa CMOS ef þú ert með þartilgerðan takka á MBinu eða taktu vélina úr sambandi við rafmagn og taktu CMOS batterýið úr móðurborðinu í nokkrar mín, settu það aftur í og sjáðu hvað gerist.

Ef þú ert búinn að prufa e-ð annað RAM en þú varst með í myndi ég giska á bilað MB.


Hreinsaði CMOS og kemst núna framhjá móðurborðsskjánum og inn í Biosinn.

EDIT: Þetta er komið! Takk kærlega!