Síða 1 af 1

Tölvuuppfærsla

Sent: Mán 13. Feb 2012 14:01
af bjorninn
Komið sælir netverjar,

ég er að dunda mér við að uppfæra tölvuna, kannski meira af áhuga en solid viti á hlutunum:)

Ég hef verið að lesa review og finna hvað er til hér á landi ásamt því að ákveða hvað verður eftir
í kassanum.


Vil gjarna nota áfram:

Coolermaster 5 kassa
Tacens Radix IV 500W Aflgjafa
Scythe Katana 3 örgjörvakæling
Geil DDR 3 4x 2gb Vinnsluminni
Asus vh238h 23" skjár
Lyklaborð, mús, vefmyndavél o.fl.
2.1 Logitech hátalarar
WD caviar green 640 gb (er með fleiri HD)



Vildi skipta út:

Nividia 9600gt yfir í AMD Radeon 6850 1GB DDR5
Asrock M3A785GMH/128M yfir í Asus Sabertooth P67 eða ASRock Z68 Extreme3 Gen3 ATX
- Verð samt líklega ávallt bara með eitt skjákort, ef það eru góð móðurborð sem


Bæta við:
Corsair Force 3 60 GB SSD
Aerocool F6XT viftustjóri


Vildi gjarna spyrja spjallverja hvað ykkur fyndist um þetta "setup", sem ég er að byggja upp í kringum i5 2500k örgjörvann.

Ætlunin er að vera með góða heimilisvél, geta spilað nokkuð af leikjum, unnið í myndvinnslu en aðallega að þetta sé gott kerfi sem virkar hnökralaust og
ræður við flest sem kemur upp í daglegri notkun.

Bestu kveðjur,
Bjössi

Re: Tölvuuppfærsla

Sent: Mán 13. Feb 2012 14:33
af Gilmore
Ég mundi taka 120GB SSD, en 60GB er alveg í það minnsta, dugar rétt undir stýrikerfið með öllum uppfærslum og ekki mikið svigrúm fyrir mikið af leikjum eða forritum.

Ég mundi frekar kaupa Scythe Kazemaster Pro viftustjórann, því mér finnst frekar mikill galli á Aerocool F6XT að það eru bara Molex tengi fyrir vifturnar og það er frekar mikið mess ef maður er með 5 eða 6 viftur og þurfa að nota millistykki á 3 pinna tengin sem flestar viftur eru með í dag.

http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1798

Kostar reyndar meira, en þetta er líka snilldargræja og lookar vel að auki. :)

Re: Tölvuuppfærsla

Sent: Mán 13. Feb 2012 22:48
af bjorninn
Snilld, takk fyrir góð ráð.
Taldi að 60 gb væru nóg og einmitt var að hugsa um að spara nokkra þúsundkalla á viftustjóranum en
það er vel þess virði að borga örlítið meira og vera laus við vesen.

Hvaða móðurborð heldur væri best?

Re: Tölvuuppfærsla

Sent: Mán 13. Feb 2012 23:04
af AciD_RaiN
bjorninn skrifaði:Snilld, takk fyrir góð ráð.
Taldi að 60 gb væru nóg og einmitt var að hugsa um að spara nokkra þúsundkalla á viftustjóranum en
það er vel þess virði að borga örlítið meira og vera laus við vesen.

Hvaða móðurborð heldur væri best?

Ég er ekki ennþá búinn að fá að kveikja á vélinni en var einmitt að fá mér sabertooth og það er alveg sweet :happy