Síða 1 af 1

Nýjar vélar

Sent: Sun 12. Feb 2012 00:25
af MCTS
Sælir vaktarar ég er að fara að fá mér nýja vél(uppfæra) í Maí og hann faðir minn er í sömu hugleiðingum að fara að fá sér nýja vél og ég sagði honum að bíða með það þangað til Ivy Bridge kemur út sem á víst að vera 8 Apríl allavega þar sem ég las það á veraldarvefnum. Það sem ég er að hugsa er hvort það sé ekki mikið betri kostur að bíða og sjá til frekar en að fara að fá sér nýja vél núna rétt fyrir nýja linu af örgjörvum. Megið endilega segja mér ykkar skoðun á þessu og þið þurfið ekki að linka einhverjum tilbúnum eða samsettum vélum fyrir mig er fullfær um það sjálfur er bara að spá hvort þetta sé ekki góð hugmynd eða hvort hún sé hryllileg fjárhagslega séð. Þar að segja að Ivy Bridge á eftir að kosta sitt þegar það kemur út og svo er spurning hvort allar íslenskar tölvubúðir eigi eftir að skipta öllum sínum Sandy Bridge örgjörvum út fyrir Ivy Bridge. Skemmtilegar pælingar í gangi í hausnum á manni vonandi ruglaði ég ykkur ekki alveg.
Svo biðst ég velvirðingar á því ef þetta er ekki í réttum þræði.

Re: Nýjar vélar

Sent: Sun 12. Feb 2012 20:40
af MCTS
Fyrst það er enginn búinn að segja neitt þá býst ég við að þetta séu bara solid pælingar

Re: Nýjar vélar

Sent: Mið 15. Feb 2012 23:21
af Bioeight
Maður getur beðið eftir næsta örgjörvanum/skjákortinu/kubbasettinu út í hið óendanlega og það endar bara með því að þú kaupir ekki neitt.

Eftir að hafa skrifað það þá eru samt örugglega flestir sammála því að það er góð hugmynd að bíða eftir Ivy Bridge sem kemur á næstunni. Verðið á þeim virðist ætla að lenda inn á milli Sandy Bridge örgjörvanna akkurrat þar sem það passar miðað við performance, svo maður sparar svo sem engan pening, en í staðinn fær maður nýjasta örgjörvann með öllu því nýjasta + orkusparneytnari og mögulega yfirklukkast þeir betur.

Niðurstaða:
Bíða = fín hugmynd
Ekki bíða = allt í lagi