Síða 1 af 1
Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 01:52
af tomasjonss
kæru ofurstjörnur og aðrir áhugamenn af öllum stærðum og gerðum.
Vandamálið er þetta: IBM Thinkpad T43. Kveiki á henni. Allt virðist í góðu. Smellir sér liðlega og nokkuð fimlega miðað við aldur inn í windows 7. Síðan verður allt dökkt. Þarna í myrkrinu má samt greina windows 7 systemið ásamt öllu sem því fylgir.
Umsjónarmanager segir að video controller sé "missing"
Ég prófa að tenga fartölvuna við annan skjá, þá er allt í góðu.
Hvort er líklegra, að baklýsing sé farin eða sé eitthvað sambandsleysi einhverstaðar? Er einhver leið að komast að hvort sé án þess að tæta allt í sundur. Spyr sá sem ekki veit.
Með þökk
TJ
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 02:06
af gardar
Hljómar eins og biluð baklýsing... En:
Hvernig er það þegar þú hreyfir lamirnar, verður skjárinn einhvertíman bjartur? Það gæti verið sambandsleysi í kringum lamirnar.
annars er bara að skoða tengingarnar frá skjánum og í tölvuna til þess að athuga hvort þetta sé sambandsleysi eða baklýsing. Það er ekkert gífurlega flókið, sért þú ekki með 10 þumalputta.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 02:35
af tomasjonss
Sælir.
Takk fyrir svarið.
Hef prófað að hreyfa lamir en það hafði ekkert að segja.
Þannig að ef ég tek hana í sundur, hverju ætti ég helst að leita eftir, er eitthvað sérstakt sem ég ætti að sjá sé um sambandsleysi að ræða.
Væri gaman að vita áður en maður leggur í hann og byrjar að tæta þetta í sundur
mbk
tj
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 07:27
af Hargo
Gæti þetta verið inverterinn í skjánum sem er vandamálið?
Annars finnst mér alltaf jafn leiðinlegt að bilanagreina svona vandamál. Ég hef fengið allan skalann af þessu, stundum er þetta skjárinn, stundum inverter (ef skjárinn er ekki led), stundum skjákapall og jafnvel móðurborðið.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 08:59
af elri99
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 10:35
af AntiTrust
Myndi giska á inverter, gæti þó líka verið baklýsingin sjálf. Ekki dýrt að panta inverter þó og athuga hvort er.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 10:55
af einarhr
AntiTrust skrifaði:Myndi giska á inverter, gæti þó líka verið baklýsingin sjálf. Ekki dýrt að panta inverter þó og athuga hvort er.
Sammála, myndi byrja á því að panta Inverter þar sem þeir eru frekar ódýrir og yfirleytt frekar einfalt að skipta um þá.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 12:17
af beggi90
Áður en þú ferð að skipta um eitthvað eins og inverter myndi ég prófa að tengja hana við annan skjá og sjá hvort það gerist það sama á honum (ólíklegt en ég hef séð það gerast)
Sérðu daufa mynd á skjánum eða verður hann allveg svartur (sérð myndina ef þú beinir ljósi að honum)
Annars er þetta líklegast eins og hinir benda á fyrir ofan mig, baklýsing eða inverter.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 12:28
af einarhr
beggi90 skrifaði:Áður en þú ferð að skipta um eitthvað eins og inverter myndi ég prófa að tengja hana við annan skjá og sjá hvort það gerist það sama á honum (ólíklegt en ég hef séð það gerast)
Sérðu daufa mynd á skjánum eða verður hann allveg svartur (sérð myndina ef þú beinir ljósi að honum)
Annars er þetta líklegast eins og hinir benda á fyrir ofan mig, baklýsing eða inverter.
Spurning að lesa þráðinn almennilega !!!!
Ég prófa að tenga fartölvuna við annan skjá, þá er allt í góðu.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 12:30
af beggi90
einarhr skrifaði:Spurning að lesa þráðinn almennilega !!!!
Ég prófa að tenga fartölvuna við annan skjá, þá er allt í góðu.
Rólegur, yfirsást þetta bara.
Re: Skjár verður skyndilega svartur á IBM T43
Sent: Fim 09. Feb 2012 13:03
af tomasjonss
Jæja, var að sjá öll þessu fínu svör.
Takk fyrir þa meistarar.
Ætla að byrja á inverter og fikra mig svo yfir í dýrara stöff
Takk