Síða 1 af 1

Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Þri 07. Feb 2012 23:07
af intenz
Ég er að sturlast á þessari tölvu. Búinn að tengja bæði SATA drifin mín í port 2 og 3 en næ ekki að klöngrast í gegnum réttar BIOS stillingar.

Ég man að ég var alltaf með SATA controller stilltan á AHCI en tölvan detectar enga diska. Þegar ég vel IDE þá vill hún þekkja OS diskinn (Samsung SATA II) en aldrei hinn SATA diskinn.

Svo er valmöguleiki á onboard SATA og þar get ég valið IDE/RAID/AHCI.

Hjálp, einhver?? :)

Ef þú ert með GA-58-UDR3 þá máttu endilega senda mér stillingarnar undir Standard / Advanced BIOS settings og undir Integrated Peripherals? :)

.........

http://i.imgur.com/Pxr5y.jpg

Hjálp, strákar, svona áður en ég hendi tölvunni út á hauga.

Ef ég vel IDE pípir tölvan endalaust.

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Þri 07. Feb 2012 23:30
af mercury
búinn að uppfæra bios og allt svoleiðis ?

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Þri 07. Feb 2012 23:32
af intenz
mercury skrifaði:búinn að uppfæra bios og allt svoleiðis ?

Já já, er með F11

.........

Ég er með tvo SATA II diska í SATA2_2 og SATA2_3 portunum skv. manual, rafmagnið er rétt tengt
Fer í BIOS..

Stilli SATA RAID/AHCI Mode á AHCI

Stilli Onboard SATA/IDE Ctrl Mode á AHCI

Reboota, enginn diskur detectaður, haltar á "Verifying DMI Pool Data..." og stuttu seinna: "SYSTEM DISK FAILURE" bla bla...

Ég get svo svarið það að BIOS var stilltur á AHCI, hvor AHCI valmöguleikinn það var, man ég ekki. :uhh1

Reboota, stilli SATA RAID/AHCI Mode á IDE og stilli Onboard SATA/IDE Ctrl Mode á Disabled = Aðal diskurinn (OS) detectast sem IDE diskur og tölvan bootar inn í Windows. En allan tímann heyrast skruðningar og píp til skiptis. Greinilega ekki rétt.

Conclusion: Ég veit ekkert hvað er í gangi. :sleezyjoe

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 01:56
af arnif
Ef þú ert að stilla diskinn á AHCI mode þá þarftu að breyta registry (allavega með SSD)

http://www.recipester.org/Recipe:Enable ... 7_26944413

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 02:02
af intenz
arnif skrifaði:Ef þú ert að stilla diskinn á AHCI mode þá þarftu að breyta registry (allavega með SSD)

http://www.recipester.org/Recipe:Enable ... 7_26944413

Nokkuð viss um að hún setji þetta sjálf þegar þú setur upp Windows og það er stillt á AHCI í BIOS. Þetta hefur alltaf virkað hjá mér, var með 3 SATA II drif áður fyrr og minnir fastlega að ég hafi verið með stillt á AHCI

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 02:34
af DoofuZ
Ég er ekki með þetta módel frá Gigabyte en ég lenti líka í veseni með nokkur SATA tengi þegar ég var fyrst að setja tölvuna mína saman.

Hjá mér þá eru 6 blá tengi sem eru innbyggð á móðurborðinu og svo 4 hvít sem eru tengdar einhverjum sér kubb en vandamálið er einmitt þar. Öll tengin eru pöruð saman tvö og tvö, eitt efra tengi og annað beint undir því, og þessi hvítu hjá mér eru ekki bara pöruð saman heldur eru þau líka tengd saman sem eitt og eitt svo ég get alls ekki tengt tvo diska/drif við eitt par nema ég stilli á AHCI í BIOS en ég vil frekar hafa á IDE og sem betur fer þá er ég bara að nota 8 af þessum 10 SATA tengjum svo ég er bara með eitt drif tengt í sitthvort par af þessum hvítu.

Þannig að já, ég er nokkuð viss um að þetta ætti að virka hjá þér ef þú stillir á ACHI í BIOS. Og það er auðvitað best að stilla það áður en Windows er sett upp, lenti í veseni fyrir stuttu þegar ég var eitthvað að fikta einmitt í þessari stillingu með uppsett Windows á tölvunni :roll:

Svo er líka best að hafa bara einn disk tengdann þegar Windows er sett upp, en það ættu nú allir að vita það ;)

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 03:10
af intenz
DoofuZ já ég er með blá SATA port og hvít. Ég er að tengja í bláu (SATA2_2 og SATA2_3) en hvítu eru merkt eitthvað GSATA, hef aldrei komið við þau.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 03:28
af DoofuZ
Já, ok, þá er þetta öfugt miðað við hvernig þetta var hjá mér. En það þýðir samt ekki að þetta sé ekki eitthvað svipað vandamál... Það sakar amk. ekki að prófa bara og fikta, svo lærir maður líka mest á því ;)

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 03:48
af intenz
DoofuZ skrifaði:Já, ok, þá er þetta öfugt miðað við hvernig þetta var hjá mér. En það þýðir samt ekki að þetta sé ekki eitthvað svipað vandamál... Það sakar amk. ekki að prófa bara og fikta, svo lærir maður líka mest á því ;)

Æji fer bráðum með hana í viðgerð, er með enga þolinmæði í svona.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 03:57
af SteiniP
Eru diskarnir að koma fram í bios?
Þeir eiga alltaf að koma upp þar, sama hvernig þessar sata stillingar eru. (nema þú hafir slökkt á sata stýringunni)

Kíktu undir Advanced options > Hard Drive boot priority (eða eitthvað álíka) og sjáðu hvort þeir koma ekki allir upp.

Annars ef þú ert búinn að fokka eitthvað mikið í stillingunum, þá er clear cmos alltaf vinsælt. :)

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 08:18
af bulldog
Gigabyte ex-58 udr3 borðin eru bara því miður rusl. Þessvegna uppfærði ég

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 10:25
af intenz
SteiniP skrifaði:Eru diskarnir að koma fram í bios?
Þeir eiga alltaf að koma upp þar, sama hvernig þessar sata stillingar eru. (nema þú hafir slökkt á sata stýringunni)

Kíktu undir Advanced options > Hard Drive boot priority (eða eitthvað álíka) og sjáðu hvort þeir koma ekki allir upp.

Annars ef þú ert búinn að fokka eitthvað mikið í stillingunum, þá er clear cmos alltaf vinsælt. :)

Einn diskurinn (OS) kemur ef ég vel IDE undir Integrated Perephirals í "ICH SATA Control Mode".

bulldog skrifaði:Gigabyte ex-58 udr3 borðin eru bara því miður rusl. Þessvegna uppfærði ég

Hef notað þetta borð í 2+ ár án vandræða og get ekki verið að spá í því.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 11:20
af bulldog
ssd diskurinn minn var ekki að ná þeim hraða sem ég vildi með því það er hvort eð er gaman að uppfæra :evillaugh

Re: Ert þú með Gigabyte EX-58 UDR3 (rev1.0) ???

Sent: Mið 08. Feb 2012 21:30
af intenz
Jæja, ég keypti SATA hýsingu og prófaði báða diskana í lappanum. Einn virkaði fínt. Hinn virkaði bara í smá tíma, kom inn með label og allt en datt svo út.

Mér finnst núna líklegast að þetta sé móðurborðið en er enn ekki 100% viss. Nema ég sé svona vitlaus í BIOS stillingunum og kassatengingunum. Ég held samt ekki, fjandinn hafi það.

Bað sérfræðing um að kíkja á þetta á morgun, þá kemur þetta vonandi í ljós.