Vesen með borðtölvu
Sent: Mán 06. Feb 2012 17:04
Ég er með borðtölvu sem ég er að reyna að laga, vandamálið lýsir sér þannig að hún er búinn að vera eitthvað biluð í nokkrar vikur og það virðist vera skjákortið sem er að klikka og ég fattaði allt í einu að setja annað skjákort í hana og þá kom signal á skjáinn og ég gat verið í henni í svona 20 mín og svo kom skjáhvíla eða svona það slökknaði á skjánum og eftir það gat ég ekki fengið signal aftur, er núna búinn að prufa 3 mismunandi skjákort og 2 mismunandi skjái en ekkert virkar. Það er ljós á músinni en lyklaborðið virðist ekki koma inn, er búinn að prufa annað lyklaborð en það blikka bara öll ljósin þegar ég plugga því í tölvuna og eftir það kemur ekki ljós á mun lock-ið. Hvað getur verið að þessari tölvu? Eina sem ég veit um þessa tölvu er að hún er með MSI móðurborði og er að keyra Windows 7 Ultimate 32 - bit og Windows er búinn að fatta að þetta er sjóræningja útgáfa. myndi giska á að þessi tölva sé svona síðan 2004 - 2006.