Síða 1 af 1

Eldgömul IBM Thinkpad 2628

Sent: Mið 01. Feb 2012 03:19
af AciD_RaiN
Mér var svona að detta í hug hvort það væri hægt að gera sér eitthvað úr þessari vél? Sýnist á öllu að harði diskurinn sé ónýtur en allt annað sé í lagi. Þegar ég starta henni kemur NTLDR missing en svo þegar ég fer í að fiffa það kemur eitthvað boot device not recognised. please choose another boot device eða eitthvað svipað.
Samskonar vél nema þessi sem mér var gefin er með tvo 128mb kubba: http://reviews.cnet.com/laptops/ibm-thi ... 00314.html

Re: Eldgömul IBM Thinkpad 2628

Sent: Mið 01. Feb 2012 04:42
af DJOli
gætir tekið hana í sundur, reddað þér 512mb af sdram minni (líklegast giska ég að hún taki þá 2x256mb kubba)
reynt að hanna öðruvísi kassa, sett upp os á hana, ditchað geisladrifið og notað hana sem portable dvd/videoplayer, nema þú veist, án geisladrifsins.

það er ethernet á henni, ekki rétt?

hugsaðu þér bara hvað það væri nett að hafa svona smávél, keyra kannski windows xp á henni, og vlc/splayer með 80gb(eða stærri) harðan disk, trekkhlaðinn af kvikmyndum og tónlistarmyndböndum til að nota kannski í bílnum eða á ferðalagi.

Gætir þessvegna tekið "hardcore mode" á þetta og plantað henni í bílinn þinn, og verið með in-dash skjá.

Bara mínar basic hugmyndir.