Síða 1 af 1

Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 17:57
af halli7
Var að spá hvenær færu 1tb diskarnir að fara í 10 þús eða í það verð sem var áður en það flæddi inni verksmiðjurnar.

Vitið þið það?

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 18:00
af AciD_RaiN
Já sæll :wtf var ekki búinn að taka eftir þessu afþví ég er bara í 2tb diskunum eins og er en mér finnst svo stutt síðan ég keypti þess tvo 1tb diska á 9.900kr í tölvutek :catgotmyballs

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 18:02
af Garri
Skv. því sem ég hef lesið, þá er verið að tala um seinni hluta ársins 2012 eða gróflega eftir kvarter-2

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 18:16
af KermitTheFrog
Þeir eru farnir að lækka en það er langt í það að þeir verði á svipuðu verði og þeir voru.

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 18:20
af vesley
Það veit enginn nákvæmlega hvenær þetta verður komið í "gamla" verðið.

En hinsvegar er stöðug lækkun á diskunum núna.

Sé t.d. að SATA3 er farið að lækka hraðar en SATA 2 þrátt fyrir að verðið sé jafnt núna.

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 20:06
af vargurinn
okei dumb question en : lækka ssd diskar líka?

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Sun 22. Jan 2012 20:11
af worghal
vargurinn skrifaði:okei dumb question en : lækka ssd diskar líka?

þeir gera það, en þá bara á sinn náttúrulega hátt "með tímanum"
þar sem SSD framleiðsla varð ekki fyrir barðinu á þessum hörmungum þá hækkuðu þeir ekkert.

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Þri 31. Jan 2012 23:22
af tomasjonss
Þetta eru ótrúleg verð.
Ég fékk 1tb á 8K skömmu fyrir þessi flóð.

Maður þarf að fara panta sér IDE to SATA convertara og nota gömlu diskana

Re: Hvenær fer verð á hörðum diskum að lækka aftur?

Sent: Þri 31. Jan 2012 23:42
af DJOli
Linus á Linus Tech Tips sagði að lækkun í verði harðra diska væri líklega mest um seinni hluta þessa árs.