Það fer í sjálfu sér alfarið eftir kröfum. Ef hraði skiptir hann litlu máli þá er að sjálfsögðu hagstæðast að fara í 5400rpm disk, mæli ég þá með Seagate og Samsung framyfir Western Digital, en það er bara persónulegt mat út frá minni reynslu af bilanatíðni þessara merkja. Getur vel verið að einhver annar hafi allt aðra sögu að segja.
Skiptir litlu máli hvar þú kaupir þessa diska, Vaktin hjálpar þér að finna ódýrasta diskinn og sýnist mér það vera Computer.is sem hafa vinningin,
500GB Samsung á 15.900kr.-Sjálfur myndi ég skoða Seagate Momentus XT diskana, það eru reyndar því miður einna dýrustu diskarnir sem þú færð, en auk þess að vera 7200rpm eru þeir með litlu innbyggðu SSD minni og stýringu sem skynjar hvaða skrár eru mest notaðar á harða disknum og geymir þær í þessu SSD minni. Þetta gerir það að verkum að t.d. ræsing á stýrikerfi og algengustu forritum er talsvert sneggri.
Auk þess eru þeir í 5 ára verksmiðjuábyrgð og lítið mál að fá henni framfylgt, allt gert í gegnum netið og tekur nokkrar mínútur að klára það ferli og svo þarf bara að senda diskinn (póstkostnaður reyndar ca. 2700kr.-)
Ég held að við hjá Tölvutækni séum með hann ódýrastan,
23.900kr.-S.s. ef að hraði skiptir þig ekki miklu máli að þá er um að gera að skella sér á ódýran Samsung disk hjá Computer.is, ef þú vilt meiri hraða myndi ég skoða þessa Seagate Momentus XT
