Val á 500Gb fartölvuharðdisk
Val á 500Gb fartölvuharðdisk
Finnst vera kominn tími á að skipta út 320GB 2,5" HDD í Packard Bell laptop þar sem vélin er búinn að vera í stanslausri notkun frá kaupdegi í apríl 2008, í bráðum fjögur ár. Hvað eru Vaktarar að mæla með í svona tilvikum en ég held að væri vit í að stækka upp í 500GB. Hvar eru bestu dílarnir í bænum og hvaða diskar eru áreiðanlegastir 
i5 8600K CPU @ 3.60 GHz - Gigabyte Z370M D3H - GTX 1050 D5 2GB - Samsung 970 EVO M.2 250GB - ADATA 16GB DDR4 3000 MHz - Seasonic Prime Platinum 850W - Noctua NH-D 15 - ASUS VC279H 27" IPS - Fractal Design Define R5
-
cure
- Geek
- Póstar: 886
- Skráði sig: Fim 11. Mar 2010 23:42
- Reputation: 3
- Staðsetning: Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Val á 500Gb fartölvuharðdisk
ég vel alltaf WD diska.. því þeir hafa reynst mér allveg rosalega vel, hérna er 1 500Gb Wd http://tl.is/vara/23635
Re: Val á 500Gb fartölvuharðdisk
Það fer í sjálfu sér alfarið eftir kröfum. Ef hraði skiptir hann litlu máli þá er að sjálfsögðu hagstæðast að fara í 5400rpm disk, mæli ég þá með Seagate og Samsung framyfir Western Digital, en það er bara persónulegt mat út frá minni reynslu af bilanatíðni þessara merkja. Getur vel verið að einhver annar hafi allt aðra sögu að segja.
Skiptir litlu máli hvar þú kaupir þessa diska, Vaktin hjálpar þér að finna ódýrasta diskinn og sýnist mér það vera Computer.is sem hafa vinningin, 500GB Samsung á 15.900kr.-
Sjálfur myndi ég skoða Seagate Momentus XT diskana, það eru reyndar því miður einna dýrustu diskarnir sem þú færð, en auk þess að vera 7200rpm eru þeir með litlu innbyggðu SSD minni og stýringu sem skynjar hvaða skrár eru mest notaðar á harða disknum og geymir þær í þessu SSD minni. Þetta gerir það að verkum að t.d. ræsing á stýrikerfi og algengustu forritum er talsvert sneggri.
Auk þess eru þeir í 5 ára verksmiðjuábyrgð og lítið mál að fá henni framfylgt, allt gert í gegnum netið og tekur nokkrar mínútur að klára það ferli og svo þarf bara að senda diskinn (póstkostnaður reyndar ca. 2700kr.-)
Ég held að við hjá Tölvutækni séum með hann ódýrastan, 23.900kr.-
S.s. ef að hraði skiptir þig ekki miklu máli að þá er um að gera að skella sér á ódýran Samsung disk hjá Computer.is, ef þú vilt meiri hraða myndi ég skoða þessa Seagate Momentus XT
Skiptir litlu máli hvar þú kaupir þessa diska, Vaktin hjálpar þér að finna ódýrasta diskinn og sýnist mér það vera Computer.is sem hafa vinningin, 500GB Samsung á 15.900kr.-
Sjálfur myndi ég skoða Seagate Momentus XT diskana, það eru reyndar því miður einna dýrustu diskarnir sem þú færð, en auk þess að vera 7200rpm eru þeir með litlu innbyggðu SSD minni og stýringu sem skynjar hvaða skrár eru mest notaðar á harða disknum og geymir þær í þessu SSD minni. Þetta gerir það að verkum að t.d. ræsing á stýrikerfi og algengustu forritum er talsvert sneggri.
Auk þess eru þeir í 5 ára verksmiðjuábyrgð og lítið mál að fá henni framfylgt, allt gert í gegnum netið og tekur nokkrar mínútur að klára það ferli og svo þarf bara að senda diskinn (póstkostnaður reyndar ca. 2700kr.-)
Ég held að við hjá Tölvutækni séum með hann ódýrastan, 23.900kr.-
S.s. ef að hraði skiptir þig ekki miklu máli að þá er um að gera að skella sér á ódýran Samsung disk hjá Computer.is, ef þú vilt meiri hraða myndi ég skoða þessa Seagate Momentus XT
Starfsmaður Tölvutækni.is
-
Gunnar
- Vaktari
- Póstar: 2402
- Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
- Reputation: 70
- Staðsetning: 105 Reykjavík
- Staða: Ótengdur
Re: Val á 500Gb fartölvuharðdisk
Ég myndi perónulega versla mér SSD í fartölvuna og vera svo með nettengdann flakkara sem ég gæti streamað af eða fært á og af.
-
beatmaster
- Besserwisser
- Póstar: 3101
- Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
- Reputation: 52
- Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Val á 500Gb fartölvuharðdisk
Gunnar skrifaði:Ég myndi perónulega versla mér SSD í fartölvuna og vera svo með nettengdann flakkara sem ég gæti streamað af eða fært á og af.
Þetta er klárlega besta svar sem að þú færð á þessum þræði

Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.