Síða 1 af 1

Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 17:37
af astro
Ég er að farað swappa á kassa hjá mér og ætla að taka örgjörvakælinguna af (Noctua) og setja nýtt krem í leiðinni.

Var að pæla í að taka kælinguna af skjákortinu og setja nýtt þar sem maður hefur séð undir sum kort og þetta fjöldaframleidda drasl er bara gluðað einhvernegin á og situr yfirleitt vitlaust.
(Þetta er MSI 560Ti kort btw)

Ég hef alldrei skipt um kælikrem á GPU áður, er það nokkuð eitthvað öðruvísi heldur en á örgjörva ?

Ég á Noctua kælikremið sem ég fékk með viftunni og svo á ég MX-2. Hvort skal notast ? (á cpu & gpu)

Öll tips vel þegin ;)

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 17:49
af SolidFeather
Eina sem þarf að passa (held ég) er að kremið leiði ekki.

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 17:50
af gardar
ég myndi nota mx-2 á bæði

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 18:45
af Zpand3x
bara að passa ofur vel upp á thermal pads á kortinu því þeir fást hvergi á íslandi.. og já .. ekki kaupa rafleiðandi krem.
Ég keypti bara ódýrt "Ceramique" frá artic silver. :P Ánægður með það.. setti það á 9800gx2 og sá mun frá því sem var , eitthvað sem fyrri eigandi setti.. en það tók reyndar 2 tilraunir hjá mér.
Sá að annað kortið var heitara en hitt þannig ég reyndi aftur og þá datt það niður um 5 °C :P

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 19:09
af k0fuz
gardar skrifaði:ég myndi nota mx-2 á bæði

2x

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 19:15
af astro
Hvernig get ég passað uppá thermal padinn ? hehe.

Ég á ísóprópanól sem ég nota til að þrýfa gamla gúið af og svo set ég nýtt á, ég hef gert þetta svona 50x á CPU var bara að pæla hvort þetta væri eithvað öðruvísi á GPU ;)

Ég prófa þá að gluða MX-2 á þetta og sé svo hversu mikill hitamunur er á þessu !

Takk fyrir þetta drengir !

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 21:14
af astro
Svona til að bæta aðeins inní þetta svo ég þurfi ekki að búa til annan póst.

Er séns að finna þetta hérna á Íslandi:

Fan Ducts 80/92mm - 120mm: Mynd

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fim 19. Jan 2012 23:28
af Zpand3x
astro skrifaði:Hvernig get ég passað uppá thermal padinn ? hehe.

uhh er þetta kannski með twin frozr kælingu? .. þá þarftu ekkert að hugsa um það því það eru ekki pads á vram-inu. Annars bara passarðu þig að taka kælinguna beint af og passar uppá púðana því þeir eru viðkvæmir (rifna og klessast saman).

Re: Kælikrem á GPU

Sent: Fös 20. Jan 2012 07:19
af vesley
astro skrifaði:Hvernig get ég passað uppá thermal padinn ? hehe.

Ég á ísóprópanól sem ég nota til að þrýfa gamla gúið af og svo set ég nýtt á, ég hef gert þetta svona 50x á CPU var bara að pæla hvort þetta væri eithvað öðruvísi á GPU ;)

Ég prófa þá að gluða MX-2 á þetta og sé svo hversu mikill hitamunur er á þessu !

Takk fyrir þetta drengir !



Þetta er voða lítið öðruvísi, þarft bara að fara aðeins meira varlega og skjákortið þarf meira kælikrem heldur en CPU.