Síða 1 af 1

AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:04
af asigurds
Kvöldið,

Ég verslaði mér vél fyrir stuttu og því miður er hún ekki að standast undir væntingum og leita ég því eftir aðstoð/ráðgjöf frá Vaktinni.

Vélinn sem ég hef er:

AMD X6 1090T 4.0 GHz - ASRock 890FX Deluxe 5 - 2 x 4gb GSkill - Power colour HD 6870x2 - 1.5tb Seagate - Tacens Radix III 1050W.

Ég hélt að ég gæti keyrt BF3 , Skyrim ofl í hæstu gæðum með þessari vél enn því miður er það ekki rauninn sem stendur og spyr því hvað teljið þið vera að eða Hvort þetta sé eðlilegt.

Í gegnum tíðina hef ég ávalt átt Intel vélar & Nvidia kort og er því ekki nægilega klára á þessa enn er samt sem áður að spá í að skipta út örgjafanum yfir í Bulldoser eða hreinlega fara í I5-I7 og GTX570 þar sem ég veit að það ætti að ráðið við ofangreinda leiki.

Ég prófaði einnig 3dmark testinn og var með 15700 í 3dMark Vantage og CA 3900 í 3dMark 11.

Vélinn var áður með 2x svona kort í Crossfire og var þá með 10.000 í 3dMark 11.

Getur munað svona miklu á performance overall að hafa bæði kortinn ?

Öll ráðgjöf er vel þegin.

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:17
af worghal
32 eda 64 bita styriskerfi ?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:20
af asigurds
64 bita Home edition. WIN7

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:21
af mercury
hömm frekar furðulegt að þú höndlir það ekki :o getur ekki verið einhvað annað en "tölvan sjálf" sem er með leiðindi ?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:23
af Gunnar
allir driverar til staðar?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 22:26
af asigurds
Sæll,

Ég setti inn nýjustu 11.12 skjákortsdriverana..

er með SP1.

Vélinn kom uppsett þannig að ég gerði ráð fyrir að það væri móðurborð driverar inni.

Spurning um að ath það,

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Sun 15. Jan 2012 23:57
af mundivalur
varstu búinn að setja líka Catalyst Application Profiles http://www2.ati.com/drivers/hotfix/cata ... 2_cap2.exe

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Mán 16. Jan 2012 01:14
af asigurds
Sæll Mundi,

Ég dl þessu og installa bara right? Valli tæm.

Annars installaði ég móðurborð drivers ofl og núna fæ ég annaðhvort bluescreen eða error þegar ég reyni að runna 3dmark testin....

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Mán 16. Jan 2012 10:01
af mundivalur
yep
settu svo sapp. trixx inn líka http://www.sapphiretech.com/archive/dri ... 009162.exe
ferð í settings og hakar í Disable ULPS það er eitthvað orkusparnaðar dæmi í windows , lagaði Crossfire hjá mér,var að fá BSOD í sumum 3Dmark testum
sakar ekki að prufa :snobbylaugh

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Mán 16. Jan 2012 13:41
af asigurds
Sælir,

runnaði 3dmark 11 og þetta er resultið.

http://3dmark.com/healthcheck/3dm11/2561879

Physic score langt undir mörkum.

Any ideas?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Mán 16. Jan 2012 15:57
af mercury
veit að þú ert með feiki nógu stóran aflgjafa en hugsanlegt að skjákortið sé ekki að fá nægt power ?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Mán 16. Jan 2012 17:14
af asigurds
Einhver góð leið til að útiloka það?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 08:34
af asigurds
da

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 08:49
af Gunnar
Ég persónulega myndi prufað formatt og setja allt aftur upp.

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 10:23
af Daz
Það að skipta úr 6870x2 yfir í 570 ætti að vera niðurfærsla, ekki uppfærsla miðað við þau benchmarks sem ég skoðaði og munurinn er mikill. Ef ég ætti að giska á hvað er að, þá myndi ég giska á driverana, en það er erfitt að segja svona úr fjarlægð. Mögulega vantar "afl" í aflgjafann á 12V rail?
MSI um 6870x2 skrifaði:Radeon HD 6870 X2 - 40A and a 600W PSU minimum

Virkja crossfire?

Mynd


edit: hmm, fletti þessum aflgjafa upp
Mynd

Hvert 12V tengi er bara 38A, núna vantar betri PSU gúru en mig til að segja hvort þessi PSU sé nógu góður fyrir þetta skjákort. :(

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 10:54
af mundivalur
PowerColor HD 6870 X2 2 GB þetta er 1 kort og er að virka eins og crossfire en samt ekki :woozy
ég er búinn að senda honum mínar crossfire stillingar og það varð ekkert betra :crying
Prufa setja Windows aftur,
Fara í Kísildal (kom hún ekki þaðan)og láta skoða þetta! prufa annan aflgjafa STÓRAN 100A á línu :slapp

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 11:39
af asigurds
Ég prófaði um daginn að enable crossfire enn þá fékk ég bara blackscreen og þurfti að fara í Safe mode og uninstalla driverunum svo ég gæti reinstallað þeim.

Á Crossfire að virka á þetta kort þar sem þetta er bara eitt kort 2gb?

Sá spyr sem ekki veit..

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 11:40
af Daz
asigurds skrifaði:Ég prófaði um daginn að enable crossfire enn þá fékk ég bara blackscreen og þurfti að fara í Safe mode og uninstalla driverunum svo ég gæti reinstallað þeim.

Á Crossfire að virka á þetta kort þar sem þetta er bara eitt kort 2gb?

Sá spyr sem ekki veit..

Miðað við þetta review . Spurning um að lesa kannski bara manualinn fyrir þitt kort?

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 13:16
af Philosoraptor
afaik er battlefield 3 með hexacore support, held að vandamálið sé ekki örgjörfinn þinn, Er að keyra BF3 á max með engu hiksti á minni vél

Re: AMD Yfir í Intel?

Sent: Þri 17. Jan 2012 13:24
af asigurds
Þakka fyrir aðstoðina.

Þetta var semsagt þannig að þegar ég enablaði Crossfire og fékk svartan skjá og gat ekkert gert.

Prófaði að tengja sjónvarpið við einnig og þá fékk ég aðalvalmyndina fram þar og stretchað á tölvuskjáinn.

Loks reif ég sjónvarpið úr sambandi og færði tölvuskjáinn í neðraportið og volah.

prófaði 3dmark 11 og fékk 6600 þannig að þetta ætti að vera komið á rétt ról.