Síða 1 af 1

DELL Dimension 8300 uppfærsla

Sent: Þri 27. Des 2011 22:19
af slindal
Er einhver þarna úti sem getur hugsanlega hjálpað mér, ég er í vændræðum með gömlu Dell tölvuna mína.
Hún var orðin frekar löt enda að komast á fermingaaldur. Ég keypti í dag nýtt móðurborð og allt sem þarf.
Ég hef nokkrum sinnum áður skipt um móðurborð og ekkert vesen, en nú er Dell með einhverja sér plögga á
front pannel. 34 pinna ATA held ég að hann sé.
Nýja móðurborðið er bara með þessa venjulegu pinna sem maður plöggar í "power" "LED" reset og so on.
Nú er annað hvort að finna leið til að tengja þetta eða splæsa á nýjan kassa.
Ef ég sleppi prentplötu með USB tengi á framhlið og plögga front panel plöggnum úr, stend ég uppi með 16 pinna plögg
svipaðan og fer á USB á móðurborðinu.
Gamla móðurborðið heytir "SC136-R13"
tölvan er DELL Dimension 8300