Síða 1 af 1

HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 14:57
af Viktor
Nenni ekki að googla þetta. Er að pæla í að fá mér hdmi sljakort og velti þvi fyrir mer hvort hljóðið berist beint i gegnum pcie tengið?

Var lika að pæla, þvi eg er með 3x pcie raufar hvort eg geti fengið mer 2ndary skjakort sem eg nota bara fyri hdmi i sjonvarp? Og notaði hitt i leiki.

Afsakid, skifað à síma.

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 15:02
af littli-Jake
Held að ég sé að skilja þig rétt.

Já þú fengir hljóð í gegnum HDMI í sjónarpið. Ég er með 5750 kort og er með það tengt í sjónvarpið mitt. Reyndar hef ég átt í bölvuðu basli með það þar sem að stundum fæ ég ekki hljóð á HDMI snúruna. Þú þarft að svissa um sorce. Þ.e. þú þarf að stilla hvort að þú viljir fá hljóð í HDMI eða hátalarana þína. Eftir því sem ég best veit er ekki hægt að filtera þannig að t.d. Allt hljóð frá VLC færi í HDMI en annað í heddsettið.

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 15:02
af vesley
Held að það sé sérstakt HDMI audio tengi á prentplötunni á kortinu

Einhvað álíka þessu Mynd

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 15:38
af beatmaster
Það sem að Vesley bendir á hér fyrir ofan er gamla aðferðin, þar sem að Digital hljóð úr hljóðkortinu þínu var leitt beint í HDMI tengið á skjákortinu


Á flestöllum nýrri skjákortum með HDMI (held flestöllum eftir DirectX 11) er hinsvegar lítið hljóðkort í skjákortinu sem að sér um að senda hljóð út í gegnum HDMI tengið og þarf stundum sér hljóðkortsdriver fyrir skjákortið til að fá það til að virka til dæmis þessi

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 15:45
af audiophile
Ég átti ATI 4850 kort og það get gefið hljóð gegnum PCI breytistykki yfir í HDMI.

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 16:41
af AntiTrust
Ég er að nota HD4670 yfir í magnarann, tek bæði hljóð (bitstream) og mynd yfir úr kortinu. Flest öll nýleg kort með HDMI tengjum styðja A/V yfir HDMI.

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 19:55
af einarhr
Er með 4870x2 og er innbyggt hljóðkort í því 7.1 flest amd kort eru með hljóð og mynd en ekki Nvidia, þar þarf að tengja snúru úr móðurborði eða hljóðkorti í skjákortið til að fá bæði hljóð og mynd. Mögulega er Nvidia búið að breyta þessu en ég sver ekki fyrir það.

Í mediacenter mæli ég með amd korti vegna einfaldsleikans. Eina sem þarf að gera er að breyta um hljóðkort í Sounds en ég efa að það sé hægt að nota bæði í einu .

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 19:59
af worghal
akkúrat núna er ég með mitt 570 kort tengt með dvi-hdmi tengi í sjónvarpið og fæ fullkomið hjóð :happy

Re: HDMI á GPU - kemur hljóðið úr pcie?

Sent: Mið 21. Des 2011 21:18
af beatmaster
Ég hef átt nvidia GT 210 og það var með hljóðkubb á sér