Síða 1 af 1

Smá saga um gagnabjörgun.

Sent: Sun 18. Des 2011 01:14
af IL2
Ég var með tvo gamla Raptora í Raid 0. Til að gera langa sögu stutta þá hrundi annar þeirra og á þeim voru gögn sem ég vildi helst ekki tapa. Eftir að hafa Googlað aðeins sá ég að bilana lýsingin og lausnin hjá einum gat passað við minn. Hann byrjaði að starta sér, stoppaði og byrjaði aftur. Maður heyrði þetta vel ef maður lagði eyrað að disknum.

Það sem hann sagði var að platterinn næði ekki að snúa sér yfir einhverja mótstöðu og það þyrfti að koma honum yfir hana. Hann opnaði diskinn og hand snéri honum yfir þetta en það sem ég gerði var að taka bilaða diskinn úr, setti hann á ofn og hann í botn. Þegar ég fann að hann var orðinn heitur í gegn tengdi ég hann við tölvunna, var með USB lykill tilbúinn og náði að færa það yfir sem ég þurfti.

Það sem þetta kenndi mér var að vera ekki með neitt á Raid 0 sem þú ert ekki villt ekki missa. Ef þú ert með þetta á Raid 0 eða hvernig sem er, taktu backup á hverjum degi eða eftir hverja vinnslu.

Ég hef prufað að frysta disk líka og það er sjálfum sér það sama og að setja hann á ofn. Maður er að reyna að breyta einhverju inn í diskinum og kosturinn við að hita hann er að maður þarf ekki að hafa áhyggjur af raka.

Re: Smá saga um gagnabjörgun.

Sent: Sun 18. Des 2011 01:56
af AntiTrust
Ekki illa meint, fólk er auðvitað alltaf að læra - En maður er að sjálfsögðu aldrei með neitt critical data á single disk/RAID0. Gaman að heyra að þú gast bjargað gögnum samt, ekki algengt með RAID0 stæður.

Re: Smá saga um gagnabjörgun.

Sent: Sun 18. Des 2011 02:14
af IL2
Nei þetta var svo sem ekkert critical. Á dálítið af bókum og var með þetta forit http://www.collectorz.com/book/ og var með safe upp að 889 bókum en 1123 bækur á Raid 0. Ég hefði alltað getað slegið inn mismuninn inn upp á nýtt en vildi spara mér það.

AÐ FENGINNI REYNSLU er ég með allt áríðandi í backupp því að ef maður lærir ekki af henni (reynslunni) þá er manni ekki vorkunn. Ekki það að ég hef áður misst út færslur í þessu forriti , þannig að kanski hefur maður ekki lært nóg.

Þetta var aðalega sett inn til að menn gætu kanski notfært sér þetta trick.