Síða 1 af 1
SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:01
af Varasalvi
Hæhæ, vaktarar!
Ég er að íhuga að fá mér SSD disk. Ég hef heyrt ýmislegt um þá en það er mjög umdeilt (ekki hissa, þetta er mjög nýtt og lítið vitað)
Ég hef t.d heyrt að þeir muni hrörna hraðar ef það er mikið af umferð á þeim, þá meina ég ef þú ert alltaf að láta inn á hann og taka út aftur. Þú átt þá frekar að láta t.d Firefox inná hann þar sem það mun alltaf vera inni og er með mikla virkni.
Það sem ég er að fiska eftir er, hver er munurinn á SSD og venjulegum hörðum diskum og hver eru kostir og gallar hjá SSD (Pros and Cons)?
Endilega hjálpið mér með þetta

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:08
af worghal
eina slæma við SSD er verð per GB.
annar er SSD awesome á alla vegu

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:12
af Varasalvi
worghal skrifaði:eina slæma við SSD er verð per GB.
annar er SSD awesome á alla vegu

Já, ég átta mig á því að þeir eru rosa dýrir. Ég ætla mér að kaupa 120gb og aðeins keyra stýrikerfið og mikilvæga hluti sem ég nota mikið á honum.
En er dæmið sem ég nefndi með hrörnun þá ekkert satt?
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:15
af vesley
Varasalvi skrifaði:worghal skrifaði:eina slæma við SSD er verð per GB.
annar er SSD awesome á alla vegu

Já, ég átta mig á því að þeir eru rosa dýrir. Ég ætla mér að kaupa 120gb og aðeins keyra stýrikerfið og mikilvæga hluti sem ég nota mikið á honum.
En er dæmið sem ég nefndi með hrörnun þá ekkert satt?
Hrörnunin gæti verið aðeins fljótari en mekanískur diskur en það er samt nógu langt til að skipta þig engu máli

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:33
af Varasalvi
vesley skrifaði:Varasalvi skrifaði:worghal skrifaði:eina slæma við SSD er verð per GB.
annar er SSD awesome á alla vegu

Já, ég átta mig á því að þeir eru rosa dýrir. Ég ætla mér að kaupa 120gb og aðeins keyra stýrikerfið og mikilvæga hluti sem ég nota mikið á honum.
En er dæmið sem ég nefndi með hrörnun þá ekkert satt?
Hrörnunin gæti verið aðeins fljótari en mekanískur diskur en það er samt nógu langt til að skipta þig engu máli

Takk fyrir þetta.
Ég vil hinsvegar fá fleiri svör, þar sem það sem ég hef fundið á netinu um SSD, fer eftir hver er að svara.
Það eru svo mikið af mismunandi skoðunum svo ég vil vera viss

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:37
af SteiniP
Þú getur lesið af SSD nokkurnveginn óendanlega oft. En það er aðeins hægt að skrifa gögn á flash minni X oft áður en það byrjar að hrörna.
Maður myndi t.d. ekki geyma gagnagrunn með milljónum uppfærslna per klst á SSD. Diskurinn færi á nokkrum dögum.
En í venjulegri heimanotkun, þá erum við að tala um tugi ára af endingu. Diskurinn verður löngu orðinn úreltur áður en write limitinu er náð.
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:42
af AntiTrust
Ef þú myndir keyra forrit sem gerði ekkert nema skrifa á diskinn (sem þú finnur líklega hvergi í almennum notendaforritum) þá myndi diskurinn endast amk. í 5 ár, og síðan ég las þessar tölur hafa diskarnir bara orðið betri.
Intel gefur t.d. upp að lágmarki 200GB Write á hverjum degi í 20 ár.
Með öðrum öðrum, ekkert sem þú þarft að pæla í, tölvan sem diskurinn fer í verður kominn á haugana, í endurvinnslu, orðinn að ísskáp og kominn aftur á haugana þegar diskurinn verður ónothæfur.
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:42
af worghal
sú aðferð sem ssd notar til að raða niður sectors er aðeins öðruvísi en á vélrænum disk og ekki jafn endurnýtanleg, en aftur á móti ættiru ekki að taka eftir því.
en þetta er mismunandi milli diska.
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:52
af Varasalvi
Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 01:59
af worghal
Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 02:11
af Varasalvi
worghal skrifaði:Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Veistu, ég held ég skelli mér bara á þennan, var einmitt að vonast að getað verslað við Tölvutek.
Þakka öllum fyrir hjálpina!
Unrelated note: Þið eruð á Íslandi? Ég er bara vakandi núna útaf asnalegum vinnu tímum, en ég hef tekið eftir að það er slatti af virkni á vaktini á næturnar

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 02:20
af worghal
Varasalvi skrifaði:worghal skrifaði:Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Veistu, ég held ég skelli mér bara á þennan, var einmitt að vonast að getað verslað við Tölvutek.
Þakka öllum fyrir hjálpina!
Unrelated note: Þið eruð á Íslandi? Ég er bara vakandi núna útaf asnalegum vinnu tímum, en ég hef tekið eftir að það er slatti af virkni á vaktini á næturnar

atvinnulaus og ekkert betra að gera á næturnar

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 02:53
af GullMoli
Varasalvi skrifaði:worghal skrifaði:Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Veistu, ég held ég skelli mér bara á þennan, var einmitt að vonast að getað verslað við Tölvutek.
Þakka öllum fyrir hjálpina!
Unrelated note: Þið eruð á Íslandi? Ég er bara vakandi núna útaf asnalegum vinnu tímum, en ég hef tekið eftir að það er slatti af virkni á vaktini á næturnar

71 notendur tengdir atm, eflaust eitthvað af þessu í prófum, amk er staðann þannig hér

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 03:42
af MrIce
Varasalvi skrifaði:worghal skrifaði:Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Veistu, ég held ég skelli mér bara á þennan, var einmitt að vonast að getað verslað við Tölvutek.
Þakka öllum fyrir hjálpina!
Unrelated note: Þið eruð á Íslandi? Ég er bara vakandi núna útaf asnalegum vinnu tímum, en ég hef tekið eftir að það er slatti af virkni á vaktini á næturnar

kol-öfugur sólarhringur .... -,-
Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 04:31
af Raidmax
worghal skrifaði:Varasalvi skrifaði:Mjög góð svör sem ég er að fá, takk!

Einn sagði að það færi eftir diskum...
Gætuð þið mælt með góðum 120g SSD disk? Þarf ekki endilega að vera nákvæmlega 120gb, 100-140 virkar alveg.
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Einmitt að fara skella mér á þennan fáranlega gott verð

Re: SSD Diskar - Kostir og gallar?
Sent: Sun 11. Des 2011 04:38
af urban
Varasalvi skrifaði:Unrelated note: Þið eruð á Íslandi? Ég er bara vakandi núna útaf asnalegum vinnu tímum, en ég hef tekið eftir að það er slatti af virkni á vaktini á næturnar

var að koma heim af djamminu bara
