Síða 1 af 1

Hár chipset hiti á Gigabyte P965-ds3

Sent: Sun 11. Des 2011 00:04
af Haxdal
Sælir,

Var að setja saman vél fyrir frænda minn og ákvað að keyra smá Prime95 sem stability test á vélinni, Hitinn á örranum er alltílagi, 68°C constant, en Motherboard hitinn, væntanlega Chipsettið?, er voðalega heitt.. fer uppí 80°C og fær tölvuna til að pípa á mig. Keyrði prime95 í klst og yfir þann tíma var tölvan búin að pípa á mig 3x svo ég hætti í Prime95, Þetta var venjulega að rokka milli 72°-78 og fór í þessi 3 skipti yfir 80°C. Undir idle er þetta 45-47°C.

edit: og þetta var ekki einu sinni torture test, bara balanced self test.

Þetta getur vara talist vera eðlilegur hiti?, ég hef sjaldan séð motherboard hitann fara yfir 60-65 á vélunum mínum undir full load.


Screenshot af Speccy + Performance + Prime95 áður en ég stoppaði það.

Linkur á móðurborðið, Gigabyte P965-DS3 rev 3.3.
http://www.gigabyte.com/products/product-page.aspx?pid=2456