Síða 1 af 1

Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 03:42
af Stubbur13
Sæælir vaktara mig vantar hjálp ykkar þar sem ég hef ekkert vit á þessu.

Budget er 150þús plús mínús 10-15k og verður helst að vera keypt í tölvutek þar sem ég bý á Akureyri og nenni ekki að vera kaupa tölvu í rvk ef hún skildi bila. Þessi tölva er hugsuð sem leikjatölva aðallega. Ég á skjá, mús og lyklaborð.

Það sem ég var búinn að ákveða að hafa er: 2500k örgjafi, 8gb vinnsluminni og 120gb SSD mig vantar hjálp við allt hitt.


Edit:
Þetta er það svo sem ég er að spá í:
Vinnsluminni: http://tolvutek.is/vara/mushkin-8gb-ddr ... uminni-cl9
Skjákort: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-gtx-55 ... -mini-hdmi
SSD: http://tolvutek.is/vara/120gb-sata2-mus ... sto-deluxe
Móðurborð: http://tolvutek.is/vara/gigabyte-s1155- ... -modurbord
Örgjafi: http://tolvutek.is/vara/intel-core-i5-2 ... rvi-retail
Aflgjafi: http://tolvutek.is/vara/inter-tech-sl-7 ... dlat-vifta
Kassi: http://tolvutek.is/vara/thermaltake-v3- ... si-svartur

Samtals:143.480,-

Mundu þið fara í betra skjákort get alveg farið í 10-15k meira en þetta var svona hugmyndin.

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 11:07
af kfc
Ekki kaupa þennan aflgjafa, hann er ekki að gera góða hluti ; :thumbsd

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 12:22
af jagermeister
Afhverju 8gb?

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 13:55
af steinthor95
Ég myndi taka þetta skjákort http://tolvutek.is/vara/gigabyte-hd6850 ... ndforce-2x
en aðallega útaf því að móðurborðið sem þú ert með styður ATI crossfire en ekki nVidia SLI, svo ef þú vilt uppfæra skjákortið í framtíðinni geturu bara keypt þér annað 6850 kort
En ég hef nú ekkert rosalega mikið vit á þessu, en þetta væri það sem ég myndi gera ;)

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 14:09
af Oak
fer líka allt eftir því í hvað þú ætlar að nota tölvuna...hvort að þú þurfir betra skjákort eða meira minni eða ert með of mikið minni...

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 15:16
af steinthor95
Stubbur13 skrifaði: Þessi tölva er hugsuð sem leikjatölva aðallega. Ég á skjá, mús og lyklaborð.



Hann segjist vera að fara nota hana sem leikjatölvu

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 15:16
af Sphinx
ef ég væri þú myndi ég fara i betra skjákort og hugsanlega betri aflgjafa.. þar sem þessi aflgjafi er eitthvað no name dót

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 15:38
af steinthor95
http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-mus ... 25-chronos
Ég myndi líka fá mér þennan SSD disk frekar en þann sem þú ert með

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Lau 10. Des 2011 16:27
af ScareCrow
Getur fengið þér betri minni í tölvulistanum á 10.990kr (Corsair Vengeance 1600MHz).

Sama og ég er með í undirskrift.

Annas myndi ég aldrei setja þennan aflgjafa í mína tölvu þó ég fengi hann gefins, þetta er hlutur sem þú vilt ekki hafa "eins ódýrt og hægt er". Er sjálfur með aflgjafa sem kostaði 45þús nýr.

Varðandi SSD diskinn færi ég frekar í Chronos.

Gæti svosem verið fínt skjákort, en held að 6850 sé frekar bang for the buck þarna.

Gangi þér vel með þetta.

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Sun 11. Des 2011 01:51
af Stubbur13
Meira vit í því að taka þennan hérna aflgjafa þá ? http://tolvutek.is/vara/thermaltake-tr2 ... 20mm-vifta

Re: Kaupa nýjatölvu, vantar hjálp

Sent: Sun 11. Des 2011 01:56
af Sphinx
Stubbur13 skrifaði:Meira vit í því að taka þennan hérna aflgjafa þá ? http://tolvutek.is/vara/thermaltake-tr2 ... 20mm-vifta


ég er með flottan aflgjafa fyrir þig enðá i kassanum keyptur fyrir 2 dögum fylgir nóta og allt með :) viewtopic.php?f=11&t=43875