Síða 1 af 1

WD TV Live (2011) PAL vs. NTSC

Sent: Fös 09. Des 2011 15:04
af PhilipJ
Ég hef verið að velta því fyrir mér að kaupa nýjasta wd tv live spilarann í bandaríkjunum.
En ég var að taka eftir því núna að það eru til tvær útgáfur af spilaranum, PAL og NTSC. Sem má sjá á eftirfarandi link http://www.wdc.com/en/products/products.aspx?id=330
Þýðir þetta að ég geti ekki keypt hann í Bandaríkjunum þar sem þeir hafa NTSC staðalinn en við PAL?

Re: WD TV Live (2011) PAL vs. NTSC

Sent: Fös 09. Des 2011 15:10
af Flinkur
felst ný sjónvörp styðja nú bæði PAL og NTSC svo þú ættir ekki að vera í neinu veseni. það er oftast bara þegar það er keypt dvd eða blueray tæki sem þarf að passa sig á ;) því að wd live spilar bara það sem þú sækjir ;)

Re: WD TV Live (2011) PAL vs. NTSC

Sent: Fös 09. Des 2011 15:15
af PhilipJ
ok það er flott, brá bara smá þegar ég sá að þeir eru að framleiða hvorutveggja... Og núna þegar ég er búinn að skoða upplýsingar um sjónvarpið mitt þá sé ég að það styður bæði PAL og NTSC :baby