Síða 1 af 1

Langar að fara uppfæra - Álit

Sent: Fim 01. Des 2011 15:59
af Carragher23
Jæja langar að fara uppfæra þessu blessuðu vél enda að nálgast 2 ára aldurinn.

Cooler Master HAF932 -
Gigabyte GA-X58A-UD7 -
Intel i7 930 @3,8GHz - ( er ekki yfirklukkaður lengur )
Kingston 6GB HyperX DDR3 1730MHz -
Crucial RealSSD C-300 128GB
2x1TB samsung spinpoint F3 í Raid0 -
Gigabyte HD5770 1GB -
Noctua NH-D14 -
Cooler Master Silent ProM 850W -
"25" Full Hd I-Inc

Ég mun að öllum líkindum fara með vélina til Kísildals eða Tölvutækni þannig ekki væri verra ef hlutirnir fengust þar.

Hef ekkert heyrt nema frábæra hluti um þessa staði.

Það er svosem ekkert fast budget en vill nú samt halda þessu innan skikkanlegra marka.

Þannig að, hvað myndir þú uppfæra í þessari vél?

Fyrirfram þakkir, Steven :)

Re: Langar að fara uppfæra - Álit

Sent: Fim 01. Des 2011 16:11
af Einsinn
Sýnist allt vera á góðu róli nema skjákortið, klárlega skella mér á 6950 eða nvidia 570 og þú ert góður :)

Re: Langar að fara uppfæra - Álit

Sent: Fim 01. Des 2011 16:17
af Gunnar
var akkurat að fara að segja það. ekkert að þessari tölvu en gætir uppfært skjákortið.

Re: Langar að fara uppfæra - Álit

Sent: Fim 01. Des 2011 16:18
af Klaufi
Tek undir hjá fyrri ræðumönnum.
Jafnvel hækka klukkuna á örgjörvanum aftur.

Borgar sig líklega mjög seint að fara í heildaruppfærslu miðað við hvað þú ert með.

Re: Langar að fara uppfæra - Álit

Sent: Fim 01. Des 2011 16:26
af Carragher23
Já þetta var svona alveg það sem ég bjóst við :) Þakka ráðin...