Síða 1 af 1

Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 13:12
af bulldog
Ég er með icy box sæti fyrir harða diska og í gær þá datt diskurinn úr sætinu og lenti á gólfinu. Ég athugaði hvort að hann væri ónýtur en hann kom aftur inn og ég náði að halda áfram að setja gögn inn á hann. Síðan í nótt þá dettur hann út aftur og ég hef ekki náð honum inn. Ef að höggið sem hann fékk á sig hefði skemmt hann hefði það ekki átt að gerast strax þá ?

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 13:13
af AntiTrust
Ekki endilega, hef séð höggskemmdir koma inn smátt og smátt. Lítil rispa stækkar eða hausinn e-ð skemmdur og losnar/skemmist meira með tímanum.

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 13:16
af bulldog
væri ekki sniðugt hjá mér að prófa að tengja beint við tölvuna til þess að reyna að bjarga gögnunum ?

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 14:55
af methylman
Held að það væri mjög sniðugt að gera það strax

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 15:26
af bulldog
ég gerði það og diskurinn kom inn en sem 0 gb ..... grrr

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 16:22
af Plushy
Datt þér aldrei hug að passa að hann myndi ekki detta aftur þegar hann datt í fyrsta skiptið?

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 17:04
af methylman
Ef að það er eitthvað mikilvægt á disknum http://www.data-recovery-software.net/D ... load.shtml trial útgáfan segir þér hvort eitthvað sé læsilegt á disknum

Og passa sig svo í framtíðinni

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Sun 27. Nóv 2011 23:03
af bulldog
Ég verð jafn bitur og biturk ..... :mad það er ekkert sem ég get ekki sótt aftur bara pirrandi :evil:

Re: Er diskurinn ónýtur ?

Sent: Mán 28. Nóv 2011 16:15
af methylman
bulldog skrifaði:Ég verð jafn bitur og biturk ..... :mad það er ekkert sem ég get ekki sótt aftur bara pirrandi :evil:


Þú verður bara að bíta í þetta súra epli (engin auglýsing), en svona er þetta bara