Hybrid SSD vs SSD?
Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:15
af steinarorri
Ég á Toshiba Satellite P750 fartölvu (
http://tolvutek.is/vara/toshiba-satelli ... r-fartolva) og var að pæla hvernig þessi diskur sem er í henni (500GB SATA2 7200RPM Hybrid SSD) væri til samanburðar við lítinn og ódýran SSD disk fyrir stýrikerfið og hvort það væri mikið mál að hafa hinn enn í vélinni... í staðinn fyrir geisladrifið?
Er einhver sem hefur reynslu af þessum hybrid drifum og að setja SSD í staðinn?
Re: Hybrid SSD vs SSD?
Sent: Fim 24. Nóv 2011 13:23
af GuðjónR
SSD er alltaf miklu hraðari.
Ég setti svona Hybrid disk í fartölvu sem var með 5400 snúninga disk fyrir, og bara VÁ! þvílíkur hraðamunur.
En þegar ég tók síðan þann disk úr og setti Chronos SSD í staðinn þá var það aftur VÁÁÁÁÁ ennþá meiri munur.
SSD all the way!
Re: Hybrid SSD vs SSD?
Sent: Fim 24. Nóv 2011 15:53
af steinarorri
Settirðu þá gamla diskinn í staðinn fyrir geisladrifið eða?
Vil ekki missa allt geymsluplássið og hef lítil sem engin not fyrir geisladrif. Er búinn að google e-ð um þetta og sá svona brackets sem koma í staðinn fyrir geisladrifið og var að spá hvort e-r hefði reynslu af því?
t.d.
http://www.newmodeus.com/shop/index.php ... e590842ed7
Re: Hybrid SSD vs SSD?
Sent: Fim 24. Nóv 2011 15:58
af GuðjónR
Já, þetta var MacBookPro, ég setti gamla 5400 diskinn í DataDoubler og skipti honum út fyrir DVD-ROM.
Setti svo Chronos sem startup disk. Allt annað líf.