littli-Jake skrifaði:daanielin skrifaði:ScareCrow skrifaði:Og afhverju ekki þá?
Afþví leikir nýta ekki Hyper Threading? Þetta er eins að kaupa sér tölvu sem spilar bara CS en hafa 16GB af vinnsluminni í henni..
Hver veit nema að leikir muni koma til með að nota það?
Það eru reyndar litlar sem engar líkur að það muni gerast. Á meðan leikir geta ekki nýtt yfir X-fjölda kjarna, hver er þá tilgangurinn með að hafa 4 auka þræði? Ég veit að i3 er með HT og því 4 þræði í heildina, en nýtast þeir samt ekki í leiki.
Í sumum tilvikum hefur HT neikvæði áhrif á leiki (og í sumum jákvæð en þó mjööög takmarkað), hinsvegar í eru til "Gaming-Bechmarks" þar sem HT nýtist, stór ástæða afhverju menn taka lítið sem ekkert mark á ýmsum bechmörkum, dæmi.
3DMark Vantage CPU W/O HT: 15374
W HT: 20617 (+34.1%)
Crysis Warhead W/O HT: 119.59
W HT: 118.72 (-0.7%)
Far Cry 2 W/O HT: 176.78
W HT: 167.90 (-5.0%)
CineBench 10 W/O HT: 13617
W HT: 15875 (+16.6%)
Til að vera sanngjarn var þetta próf gert á vel með Vista sem nýtti kjarna öðruvísi en W7 en þetta hefur samt ekki breyst mikið. Hinsvegar er þetta nýtt próf úr BF3.

Bottom line: Leikir nýta ekki HT (amk. ekki vel) og sér engin fram á að það muni nokkurntímann gerast þrátt fyrir að HT sé frábær tækni, en eins og í mínu tilviki hef ég slökkt á HT, ekki afþví ég er hræddur um að það skaði aflköst í leikjum, heldur einfaldlega ég næ ekki að nýta tæknina í neinu forriti nema kannski Photoshop en ég er í svo léttri vinnslu að það skiptir mig engu máli. Svo ofaná allt það, að þá er HT = meiri hiti.
Það er alltaf hægt að hugsa "ég mun kannski fara í þyngri vinnslu og nýta HT" en munurinn á i5 og i7 fyrir "the average Joe" er enginn, sama hversu þunga Photoshop vinnslu þú ert í. Þú er 2.4 sekúndur að vinna mynd í stað 2.8 sekúndur. Þú einnig borga meira fyrir það, meiri hita og því oft meiri læti í örgjörvaviftunni.
Ef ég ætlaði í "Pure" harðkjarna leikjavél myndi ég fara í i5 í stað i7 og nýta mismuninn fyrir öflugra skjákort, hands down.
En auðvita bara mín skoðun..