Síða 1 af 1

Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:21
af steinthor95
Jú góðan og blessaðan.

Ég er að fara setja upp turn sem verður aðallega notaður í leiki og ég var að spá í því hvor örgjörvinn myndi henta mér betur í leikjaspilun, er það ekki 2500k ?
http://www.tolvutek.is/vara/am3-bulldoz ... rvi-retail
http://www.tolvutek.is/vara/intel-core- ... rvi-retail

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:24
af halli7
tæki i5

annars eru þeir ódýrari hér:
Bulldozer: http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?flo=pr ... k&hvar_se=%&head_topnav=CPU_AMD_FX-8120
Intel: http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1976

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:26
af steinthor95
veit að þetta er ekki ódýrasti staðurinn, ætla bara að versla þetta í tölvutek þar sem ég bý fyrir norðan og vil fara stutt ef eitthvað vesen er í gangi ;)

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:32
af MatroX
i5 ekki spurning

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:35
af GuðjónR
i5 any day :)

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 15:37
af darkppl
i5 það var verið að setja mína saman er að runna allt! :D ....eins og er xD

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:06
af ScareCrow
i5 eða i7 2600k :)

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:16
af chaplin
ScareCrow skrifaði:i5 eða i7 2600k :)

Ekki i7 fyrir leiki.

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:18
af ScareCrow
Og afhverju ekki þá?

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:25
af chaplin
ScareCrow skrifaði:Og afhverju ekki þá?

Afþví leikir nýta ekki Hyper Threading? Þetta er eins að kaupa sér tölvu sem spilar bara CS en hafa 16GB af vinnsluminni í henni..

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:28
af ScareCrow
Tjah svosem rétt hjá þér, en væri kostur samt sem áður ef hann myndi ákveða að fara í einhverja vinnslu seinna meir.. Ég er nú eiginlega bara að spila sjálfur css á vélinni minni sem er í undirskrift hehe, sem er reyndar vegna þess að ég veit um fáa góða leiki nema jú BF3 sem verður keyptur bráðum.

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:28
af djvietice
AMD p/p no.1 \:D/ líka graphic :oops:

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 17:43
af cure
Bulldozer 365 daga á ári. AMD is the shiznit.

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 22:50
af littli-Jake
daanielin skrifaði:
ScareCrow skrifaði:Og afhverju ekki þá?

Afþví leikir nýta ekki Hyper Threading? Þetta er eins að kaupa sér tölvu sem spilar bara CS en hafa 16GB af vinnsluminni í henni..


Hver veit nema að leikir muni koma til með að nota það?

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 23:09
af chaplin
littli-Jake skrifaði:
daanielin skrifaði:
ScareCrow skrifaði:Og afhverju ekki þá?

Afþví leikir nýta ekki Hyper Threading? Þetta er eins að kaupa sér tölvu sem spilar bara CS en hafa 16GB af vinnsluminni í henni..


Hver veit nema að leikir muni koma til með að nota það?

Það eru reyndar litlar sem engar líkur að það muni gerast. Á meðan leikir geta ekki nýtt yfir X-fjölda kjarna, hver er þá tilgangurinn með að hafa 4 auka þræði? Ég veit að i3 er með HT og því 4 þræði í heildina, en nýtast þeir samt ekki í leiki.

Í sumum tilvikum hefur HT neikvæði áhrif á leiki (og í sumum jákvæð en þó mjööög takmarkað), hinsvegar í eru til "Gaming-Bechmarks" þar sem HT nýtist, stór ástæða afhverju menn taka lítið sem ekkert mark á ýmsum bechmörkum, dæmi.

3DMark Vantage CPU
W/O HT: 15374
W HT: 20617 (+34.1%)

Crysis Warhead
W/O HT: 119.59
W HT: 118.72 (-0.7%)

Far Cry 2
W/O HT: 176.78
W HT: 167.90 (-5.0%)

CineBench 10
W/O HT: 13617
W HT: 15875 (+16.6%)

Til að vera sanngjarn var þetta próf gert á vel með Vista sem nýtti kjarna öðruvísi en W7 en þetta hefur samt ekki breyst mikið. Hinsvegar er þetta nýtt próf úr BF3.

Mynd

Bottom line: Leikir nýta ekki HT (amk. ekki vel) og sér engin fram á að það muni nokkurntímann gerast þrátt fyrir að HT sé frábær tækni, en eins og í mínu tilviki hef ég slökkt á HT, ekki afþví ég er hræddur um að það skaði aflköst í leikjum, heldur einfaldlega ég næ ekki að nýta tæknina í neinu forriti nema kannski Photoshop en ég er í svo léttri vinnslu að það skiptir mig engu máli. Svo ofaná allt það, að þá er HT = meiri hiti.

Það er alltaf hægt að hugsa "ég mun kannski fara í þyngri vinnslu og nýta HT" en munurinn á i5 og i7 fyrir "the average Joe" er enginn, sama hversu þunga Photoshop vinnslu þú ert í. Þú er 2.4 sekúndur að vinna mynd í stað 2.8 sekúndur. Þú einnig borga meira fyrir það, meiri hita og því oft meiri læti í örgjörvaviftunni.

Ef ég ætlaði í "Pure" harðkjarna leikjavél myndi ég fara í i5 í stað i7 og nýta mismuninn fyrir öflugra skjákort, hands down.

En auðvita bara mín skoðun..

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 23:43
af MatroX
djvietice skrifaði:AMD p/p no.1 \:D/ líka graphic :oops:

cure82 skrifaði:Bulldozer 365 daga á ári. AMD is the shiznit.


þið eruð ágætir. hann var að spurja hvort væri betra að fara í.

http://www.anandtech.com/bench/Product/288?vs=434

hehe

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Mið 23. Nóv 2011 23:59
af djvietice
2500k á morgun :baby en ég vil líka bulldozer... #-o

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Fim 24. Nóv 2011 00:45
af Frost
i5>Bulldozer any day :)

Re: Bulldozer eða i5 ?

Sent: Fim 24. Nóv 2011 02:05
af DaRKSTaR
2500k ekki spurning.

ekkert að gera með 2600k ef þú ert bara í leikjum plús tölvutek gefa þokkalegann afslátt ef mikið er verslað..

scarecow tíhíhí.. ég er satt að segja bara að nota mína vél í að skoða heimasíður og leika mér í cs:s :P