Síða 1 af 2
Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:14
af greenpensil
Ég keypti nýja fartölvu fyrir 4 mánuðum. Þetta var Macbook pro. Í gær þá slökkti ég á tölvunni og það kom svona Update dæmi. Ég nennti ekki að hafa það og ég ýtti bara á "slökkva á tölvunni" takkann á meðan þetta var að Update-ast og Installast þannig það slökknaði á tölvunni. Eftir Það hef ég ekki getað kveikt á tölvunni. Þegar ég ýti á Turn-On takkann þá kemur Apple merkið og síðan "loading". Síðan er þetta bara endalaust "loading". Ég beið í 2 klukkutíma áðan en það er bara alltaf "loading"
Getur einhver hjálpað mér????
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:16
af GuðjónR
Slökktirðu á tölvunni í miðri uppfærslu????

Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:19
af worghal
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:45
af lukkuláki
greenpensil skrifaði:Ég nennti ekki að hafa það og ég ýtti bara á "slökkva á tölvunni" takkann á meðan þetta var að Update-ast og Installast þannig það slökknaði á tölvunni
Þetta er auðvitað alveg bannað ! Stýrikerfið er sennilegast í rusli út af þessu og þarf að laga það.

Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:46
af GuðjónR
Af hverju í ósköpunum leyfðir þú tölvunni ekki að klára?
Hún hefði pottþétt slökkt á sér sjálf einhverjum sec síðar, þ.e. eftir að hún kláraði að uppfæra sig.
Ef þú ert heppinn þá ertu líklegast bara búinn að skemma stýrikerfið og tapa öllum gögnum þínum.
Ef þú ert óheppinn og tölvan var að firmware/Bios uppfæra sig þá ertu ekki bara búinn að tapa gögnunum og stýrikerfinu heldur líka eyðileggja tölvuna.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 15:53
af cure
Æj æj smá klúður

Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:19
af blitz
Þvílíkur hálfviti
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:29
af worghal
blitz skrifaði:Þvílíkur hálfviti
óþarfi að fara út í uppnefningar
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:31
af paze

Gott á þig fyrir að eiga Macca... Þú hélst væntanlega að Mac bilaði aldrei?
Ef þú hefur aldrei bullað um hvað Mac eru betri tölvur en PC og heldur ekki að þú sért betri en PC notendur af því þú átt Mac, þá þarftu ekki að taka þetta svar til þín.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:33
af Klaufi
Stendur ekki stórum stöfum "Do not turn off the computer..." Eins og í Windows?
Þekki ekki inn á Apple en í Win væri mögulega hægt að redda þessu með windows diski og velja repair, ég myndi kíkja á hvort að Apple bjóði upp á eitthvað svoleiðis.
Þetta er samt mesta no-no sem til er..
*Bætt við* Paze, tölvan bilaði ekki, heldur corruptaði hann væntanlega stýrikerfið, user-error er annað en tölvubilun.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:52
af MatroX
er vaktin virkilega orðin svona?
ef eitthver póstar vandarmáli þá er drullað yfir hann eins og möguleiki er.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:53
af worghal
MatroX skrifaði:er vaktin virkilega orðin svona?
ef eitthver póstar vandarmáli þá er drullað yfir hann eins og möguleiki er.
greinilega, og þá sérstaklega ef það er mac, þá er eins og að ragnarökum hafi verið hleip af aðeins of snemma
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 17:57
af greenpensil
blitz skrifaði:Þvílíkur hálfviti
ég hélt að menn á vaktinni væru aðeins þroskaðari en þetta. Mikill dónaskapur hjá unga fólkinu nú til dags
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 18:00
af vikingbay
Eigum við nú ekki að reyna hjálpa honum í staðin fyrir að benda honum á hvað hann hefur gert

Sjálfur hef ég ekki hugmynd hvað sé hægt að gera, nema fara með hana á verkstæði bara.
Eflaust einhver samt hérna sem hefur einhver trix uppí ermini.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 18:03
af Klemmi
blitz kominn með aðvörun fyrir óþarfa dónaskap

Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 18:03
af worghal
settu mac os diskinn í drifið og sjáðu hvort þú fáir ekki einhvern repair möguleika.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Lau 19. Nóv 2011 18:35
af rapport
lol - Maður hefur nú lent í ýmsu svona prívat og persónulega sem maður vill ekki að fólk heyri af, en þarna er borðliggjandi hvert vandamálið er og þá hver lausnin er.
Vandamál = ónýtt stýrikerfi og gögn sem geta tapast.
Lausnir:
a) Ræsa tölvuna upp af CD t.d. Knoppix og bjarga gögnunum af disknum yfir á annan disk, strauja svo vélina og setja gögnin aftur inn á hana.
b) Setja upp annað instanse af stýrikerfi á diskinn og voila (veit ekki hvort mac leyfir þetta)
c) Ef um BIOS uppfærslu var að ræða = stupid is what stupid does og þú þarft að fara í verslunina og láta redda þessu, líklega 4-5 vikna viðgerð með tilheyrandi kostnaði .
d) Taka diskinn úr vélinni og afrita gögnin (nota Spinrite ef vesen), setja tölvuna svo upp að nýju.
e) Læra af reynslunni og vera skynsamur og þolinmóður tölvunotandi í framtíðinni.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Sun 20. Nóv 2011 00:20
af lukkuláki
Fara Apple vélar VIRKILEGA í BIOS eða firmware uppfærslur bara sí svona ?
Nú þekki ég ekki Apple en á PC borðum og fartölvum þarf oft að hafa töluvert fyrir því að uppfæra BIOS
Td. Dell fæst ekki til að uppfæra BIOS nema yfir 20% hleðsla sé á rafhlöðu og hún sé í sambandi við straum líka.
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Sun 20. Nóv 2011 01:04
af DJOli
Ég veit bara að apple tölvur eru skítur í tölvuformi.
Ég skal nefna Eitt dæmi.
Ég á vinkonu sem á Macca. Ef ég hefði þekkt hana þegar hún fór út í að kaupa þennan macca fyrir tveim árum hefði ég sjálfur persónulega tekið mér tímann og fundið góða vél fyrir hana.
Hvort það hafi verið stuttu eftir að hún var komin í tölvuna þá bilar hún
Tölvan fer í viðgerð, en ég veit nú ekki hvað sú viðgerð kostaði.
Svo segir hún mér meðal annars að hljóðkortið í tölvunni sé eitthvað vangefið, og hún getur m.a. ekki hlustað á tónlist.
Svo tölvan er víst meingölluð, og hún fór víst með hana (meðan ábyrgðin var enn í gangi) og ætlaði að fá aðra tölvu fyrst þessi var svona gölluð, því fékk hún neitað, og nú hefur þessi tölva þurft að fara í viðgerð á sirka sex mánaða fresti.
Næst þegar þessi tölvuskratti bilar ætla ég að gefa henni nýja.
Já, og Maccar fýla ekki skype.
Mynd!
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Sun 20. Nóv 2011 01:12
af paze
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Sun 20. Nóv 2011 01:14
af Sphinx
DJOli skrifaði:Ég veit bara að apple tölvur eru skítur í tölvuformi.
Ég skal nefna Eitt dæmi.
Ég á vinkonu sem á Macca. Ef ég hefði þekkt hana þegar hún fór út í að kaupa þennan macca fyrir tveim árum hefði ég sjálfur persónulega tekið mér tímann og fundið góða vél fyrir hana.
Hvort það hafi verið stuttu eftir að hún var komin í tölvuna þá bilar hún
Tölvan fer í viðgerð, en ég veit nú ekki hvað sú viðgerð kostaði.
Svo segir hún mér meðal annars að hljóðkortið í tölvunni sé eitthvað vangefið, og hún getur m.a. ekki hlustað á tónlist.
Svo tölvan er víst meingölluð, og hún fór víst með hana (meðan ábyrgðin var enn í gangi) og ætlaði að fá aðra tölvu fyrst þessi var svona gölluð, því fékk hún neitað, og nú hefur þessi tölva þurft að fara í viðgerð á sirka sex mánaða fresti.
Næst þegar þessi tölvuskratti bilar ætla ég að gefa henni nýja.

Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Sun 20. Nóv 2011 01:42
af dori
worghal skrifaði:MatroX skrifaði:er vaktin virkilega orðin svona?
ef eitthver póstar vandarmáli þá er drullað yfir hann eins og möguleiki er.
greinilega, og þá sérstaklega ef það er mac, þá er eins og að ragnarökum hafi verið hleip af aðeins of snemma
Þú settir nú þessa facepalm bylgju af stað sjálfur...
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Mið 23. Nóv 2011 00:25
af greenpensil
Ég náði að leysa þetta!!
Ég þurfti bara að ýta á alt+turn-on button.
Eftir að ég komst að þessu þa teleg að apple tölvur eru mun betri.
Efast um að eitthvað svona er á windows þannig að..
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Mið 23. Nóv 2011 00:34
af dandri
Miðað við að þetta eru einu rökin þín þá hefur þú greinilega ekki mikla þekkingu á tölvum
Re: Fartölvan mín vill ekki kveikja á sér!! Mikilvægt!!
Sent: Mið 23. Nóv 2011 00:39
af Sphinx
greenpensil skrifaði:Ég náði að leysa þetta!!
Ég þurfti bara að ýta á alt+turn-on button.
Eftir að ég komst að þessu þa teleg að apple tölvur eru mun betri.
Efast um að eitthvað svona er á windows þannig að..
held bara að það sé eingin það vitlaus að slökkva á tölvunni þegar það stendur með skírum stöfum á windows (DO NOT TURN OFF YOUR COMPUTER)