Síða 1 af 1

Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fim 17. Nóv 2011 10:03
af rafnher
Sælir. ég er nýr hér í þessi samfélagi :)
Ég er með Nvidia Quadro FX 570 í dell precision t3400 tölvunni minni.
Upphaflega er þetta grafík vél sem ég vinn á, en einnig er þetta leikjavél í fjölskyldunni.
Þannig að þetta er frekar low end skjákort í það.

Er hægt að selja skjákortið mitt hér og hvaða skjákort mynduð snillingarnir mæla með.

Kveðja
Rafn

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fös 18. Nóv 2011 09:58
af rafnher
Smá bump.

Er enginn þarna sem getur mælt með skjákorti á góðan pening sem getur höndlað cad og leiki?
Nvidia Quadro FX 570 kortið er til sölu ef ég finn annað betra á góðu verði.

kv

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fös 18. Nóv 2011 10:17
af Black
Ef þú ert að leita af ódýru en samt góðu Pci-Express skjákorti þá get ég alveg mælt með ATi Radeon 5670 1GB DDR5 var með svona kort spilaði leiki eins og test drive unlimited og gta iv með því :) http://www.computer.is/vorur/7429/

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fös 18. Nóv 2011 10:38
af Bioeight
Fæstir hérna hafa eitthvað vit á svona myndvinnsluskjákortum(þó einhverjir en ég er ekki einn af þeim). Quadro kortin eru dýr en besta verðið sem ég hef séð á þeim er hjá Tölvutækni. En ef þú ert að nota þetta fyrir vinnuna þína þá líklega ertu ekki að leita eftir því að skipta Quadro skjákortinu út fyrir Geforce leikjaskjákort, Geforce leikjaskjákortin nýtast mjög takmarkað í myndvinnslu.

Mér sýnist að móðurborðið þitt sé með auka PCI Express slot, ódýrasta lausnin er þá líklega að kaupa annað skjákort fyrir leikina í þessa vél og nota bæði. Samkvæmt http://community.futuremark.com/hardware/gpu-list/ þá er HD 5670 kortið að virka betur heldur en Quadro 4000 sem kostar 150 þúsund, þannig að það sem Black skrifar er alveg valid. Veit ekki alveg hvort það á að fara eftir Futuremark í þessu en það er þó eitthvað til að miða við. Driverarnir fyrir Quadro eru heldur ekki miðaðir við leikjanotkun svo þau munu aldrei standa sig neitt vel í því.

Sem sagt, ef þú ætlar að kaupa Quadro þá mæli ég með því að tala við Tölvutækni nema þú þurfir sérstaklega á aðstoð Nýherja, OK eða EJS að halda, eða ert með afslátt hjá þeim.
Ef þú vilt auka leikjaskjákort(eða skipta út Quadro) þá þarf að skoða það betur en öruggast er að kaupa eitthvað sem þarfnast ekki auka power tengis, svipað HD 5670. Það þarf samt að athuga hvað T3400 vélin styður til að hægt sé að mæla með einhverju.

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fös 18. Nóv 2011 14:07
af rafnher
Takk fyrir Bioeight og Black.

Ég var bara ekki einu sinni búin að pæla í því að það væri hægt að hafa tvo skjákort í tölvunni á sama tíma.
Vissi ekki að að það væri hægt, er ekki alveg að sjá hvernig það virkar. Ef svo er þá er auðvitað einfaldasta lausnin, og svo er bara að finna gott kort sem hentar í leikina. (skyrim verður víst að virka :) )

kv

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Fös 18. Nóv 2011 18:20
af Bioeight
Kíkti á bæklinginn fyrir Dell T3400 og sýnist á öllu að þetta gangi upp, þ.e.a.s. ef það er ekkert annað fyrir í hinni skjákortsraufinni. Aflgjafinn ætti að vera að minnsta kosti 375W með eitt power tengi fyrir skjákortið, svo kannski er hægt að kaupa eitthvað eins og Nvidia GTX 550 Ti. Gætir keypt eitthvað betra ef þú værir með öflugri aflgjafa, sem ég veit ekki hvort þú ert með, hægt að fá T3400 með mismunandi aflgjöfum, 375W er bara sá aflminnsti sýnist mér.

Síðan myndirðu hafa nýja kortið í bláu raufinni og gamla kortið í svörtu raufinni(lengri). Svo keyrirðu skjáinn af nýja kortinu og notar bara Quadro kortið fyrir CAD. Gætir líka verið með tvo skjái og keyrt einn af gamla kortinu og annan af nýja(gætir þurft að gera það til að þetta virki).

Getur líka bara vel verið að þetta virki ekki neitt og ég viti ekkert hvað ég er að tala um.... svona er þetta að hafa ekki verið mikið að vinna í þessum fyrirtækjavélum.

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Mán 21. Nóv 2011 14:07
af rafnher
Já takk fyrir þetta.

Maður ætti kannski að hafa samband við EJS og tékka á því hvort þetta sé í raun möguleiki.
Nema að það sé betra að tala við óháða fagmenn sem reka tölvuverkstæði.

Mælið þið með einhverjum góðum og sanngjörnum aðila sem specar upp tölvur?

kv.

Re: Nvidia Quadro FX 570

Sent: Mán 21. Nóv 2011 18:47
af Bioeight
Venjulega mæli ég með Kísildal í uppfærslum. Þeir ættu allaveganna að geta prófað þetta á staðnum og séð hvort þetta gengur upp. Ekkert vitlaust að tala við EJS en ég tel enga þörf á því, treysti Kísildal alveg fyrir þessu.