Síða 1 af 1
Höndla ég eitt skjákort í viðbót ?
Sent: Mið 16. Nóv 2011 19:24
af evilscrap
Er með tölvuna hérna í undirskrift, nema 650W núna í stað 850, er Aflgjafinn nóg til að runna öðru 5770 skjákorti ?
Re: Höndla ég eitt skjákort í viðbót ?
Sent: Mið 16. Nóv 2011 19:47
af Magneto
já, er þetta 80+ aflgjafi?
Re: Höndla ég eitt skjákort í viðbót ?
Sent: Mið 16. Nóv 2011 20:16
af Plushy
Já ættir að fara létt með það.
Re: Höndla ég eitt skjákort í viðbót ?
Sent: Mið 16. Nóv 2011 21:15
af MarsVolta
Þessi 5770 kort eru ekki að taka mikið power í crossfire (320-330W hámark með 2 kort). Ættir að fara létt með þetta á 650W aflgjafa. Hvernig aflgjafi er þetta samt ?
Re: Höndla ég eitt skjákort í viðbót ?
Sent: Fim 17. Nóv 2011 01:25
af Bioeight
Wöttin í heildina skipta ekki máli heldur Wöttin sem koma frá 12V línum í aflgjafanum, þannig að það skiptir máli hvaða aflgjafi þetta er. Hinsvegar er það líklegast að 650W sé þannig gerður að hann höndli þetta og ætti að höndla þetta auðveldlega. Hvort hann er 80+ eða ekki skiptir ekki miklu máli því það gefur til að kynna hversu mikið rafmagn hann dregur úr innstungunni, gefur manni samt kannski hugmynd um hvort þetta sé góður aflgjafi sem er þá líklegri til að styðja þetta. Betri spurning væri kannski hvort þetta væri ATX 2.1 ,2.2. eða 2.3, þó það segi samt ekki mikið.
Sem sagt .... líklega virkar þetta, til að vera viss þarftu að gefa upp nafnið á aflgjafanum.