Síða 1 af 1

Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Fim 10. Nóv 2011 13:26
af Magni81
Sælir, er að vona að það sé einhver hérna inn sem hefur tengt svona og getur gefið mér ráleggingar.

ég er með svona flakkara : Mynd

ég er að reyna að share-a dóti af laptop yfir á flakkarann um þráðlaust net. Ég er búinn að setja upp netið í flakkaranum og það virkar fínt. svo þegar ég ætla að tengjast við tölvuna þá biður hann alltaf um "user id" og "Password".

ég er búinn að fara yfir leiðbeiningarnar og upplýsingar af netinu til þess að share-a af tölvunni. Eins og að fara í "Change advanced sharing settings" og haka við réttu hluti þar s.s. "turn on network discovery" "turn on file and printer sharing" "turn on sharin......" "allow media streaming" " turn off password protecting sharing"

ég er líka búinn að hægri smella á folder og fara í "sharing/ advanced sharing/ add (guest) / permission /add(everyone).

Ennn... alltaf biður flakkarinn um user id og password


Er einhver þarna úti sem á svona flakkara eða hefur tengt svona hjá vinin sínum?????

ég fékk mjög takmarkaða hjálp frá EJS (en þeir buðu mér mann heim fyrir 27þús.......)

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 18:31
af Magni81
enginn tölvuhakkari sem getur aðstoðað mig??

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 19:28
af andripepe
eru þetta ekki bara windows login useridið þitt og passwordið sem er verið að tala um ?

:svekktur

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 19:30
af slubert
ertu með xp eða W7?

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 20:02
af lukkuláki
Ég átti svona og fékk þetta til að virka en það voru bara vonbrigði.
Get alveg sagt þér að það er ekki góð hugmynd að tengja þetta þráðlaust sérstaklega ekki til að flytja gögn á milli flakkarans og tölvunnar.
Ef þú átt einhvern kost á því að tengja með kapli gerðu það þá það er mikið betra.
Svo hökti draslið sem er hægt að horfa á á netinu óendanlega og var alveg óþolandi.

Veit ekki í hvaða tilfelli væri gott að tenga þetta þráðlaust

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 22:02
af Magni81
Ég er ekki með neitt login eða password á windowsið mitt. Hef prófað admin nafnið mitt á win7 en það virkaði ekki....

Ég er með win7

Og ég hef möguleika að tengja hann beint, er það eina vitið uppá að streama á milli? en lendi ég þá ekki í sama veseninu að geta ekki tengst lappanum úr xtreamer...

Re: Tengja Xtreamer við tölvu þráðlaust

Sent: Mán 14. Nóv 2011 22:51
af lukkuláki
Magni81 skrifaði:Ég er ekki með neitt login eða password á windowsið mitt. Hef prófað admin nafnið mitt á win7 en það virkaði ekki....

Ég er með win7

Og ég hef möguleika að tengja hann beint, er það eina vitið uppá að streama á milli? en lendi ég þá ekki í sama veseninu að geta ekki tengst lappanum úr xtreamer...



Það er eina vitið.
Man ekki eftir að hafa lent í nokkrum vandræðum með það.
Mappaði hann bara ef ég man rétt. Helv. langt síðan :)