Síða 1 af 1

Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 21:19
af Ominnishegri
Er hugleiðingum að uppfæra tölvuna mína þar sem hún er orðin nokkuð gömul og mig langar til að geta keyrt Skyrim. Er með budget upp á ca. 65 þús.

En já er s.s að leita að nýjum örgjörva oooog þar sem móðurborðið mitt er með LGA775 socketi giska ég að ég þurfi að skipta um það líka. Svo er ég að leita mér að nýju skjákorti og svo vinnsluminni. Hér er listi yfir það sem ég hef verið að pæla í. Er þetta skítsæmilegt dót? Allar ábendingar væru vel þegnar, ég er enginn snillingur þegar það kemur að svona málum.

ASRock 770 Extreme3 ATX, AM3 móðurborð
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1401

AMD Phenom II X4 965 Black, 3.4GHz
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_28_209&products_id=5109

Gigabyte GTX 550 Ti
http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-gtx-550-ti-pci-e20-skjakort-1gb-gddr5-mini-hdmi

Corsair 1333MHz 4GB (2x2GB)
http://www.att.is/product_info.php?cPath=41_16_237&products_id=5112

Re: Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 21:58
af Klemmi
Borgaðu 4000kalli meira og fáðu þér GTX 560, engin spurning.

Annars fínn budget pakki, myndi þó sjálfur fara í H61 móðurborð og i3-2100. 4000kr.- ódýrari en performar ca. 5-15% betur í flestum leikjum, auk þess sem að hitna minna

http://www.anandtech.com/bench/Product/102?vs=289

Re: Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 22:06
af AntiTrust
Klemmi skrifaði:Annars fínn budget pakki, myndi þó sjálfur fara í H61 móðurborð og i3-2100. 4000kr.- ódýrari en performar ca. 5-15% betur í flestum leikjum, auk þess sem að hitna minna

http://www.anandtech.com/bench/Product/102?vs=289


Henda 5-15% perf. í leikjum fyrir aukinn multitasking kraft með 2 auka kjörnum? Hljómar ekki e-ð sem ég myndi gera allavega.

Re: Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 23:06
af Magneto
mundi taka þetta móðurborð frekar þar sem það verður frekar hægt að nota það í framtíðar uppfærslum :) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1895

Re: Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 23:18
af Philosoraptor
Magneto skrifaði:mundi taka þetta móðurborð frekar þar sem það verður frekar hægt að nota það í framtíðar uppfærslum :) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1895


sammála.. myndi hinsvegar láta FX örgjörfana eiga sig eins og staðan er í dag.. en mér finnst líklegt að þeir haldi sig við am3+ socketið í næstu örgjörfaseríu sem verður vonandi almennileg.. annars eru þetta bara getgátur..

Re: Uppfærsla

Sent: Fim 03. Nóv 2011 23:29
af Magneto
Philosoraptor skrifaði:
Magneto skrifaði:mundi taka þetta móðurborð frekar þar sem það verður frekar hægt að nota það í framtíðar uppfærslum :) http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1895


sammála.. myndi hinsvegar láta FX örgjörfana eiga sig eins og staðan er í dag.. en mér finnst líklegt að þeir haldi sig við am3+ socketið í næstu örgjörfaseríu sem verður vonandi almennileg.. annars eru þetta bara getgátur..

já FX hafa ekki beint verið að koma vel út :S hehe

Re: Uppfærsla

Sent: Fös 04. Nóv 2011 10:14
af Klemmi
AntiTrust skrifaði:
Klemmi skrifaði:Annars fínn budget pakki, myndi þó sjálfur fara í H61 móðurborð og i3-2100. 4000kr.- ódýrari en performar ca. 5-15% betur í flestum leikjum, auk þess sem að hitna minna

http://www.anandtech.com/bench/Product/102?vs=289


Henda 5-15% perf. í leikjum fyrir aukinn multitasking kraft með 2 auka kjörnum? Hljómar ekki e-ð sem ég myndi gera allavega.


Kaldhæðni? :crazy