Síða 1 af 1

GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Fös 21. Okt 2011 01:16
af vikingbay
Er að fara í þessa fljótlega http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092
Reyndar með öðru móðurborði og Noctua kælingu.
Væri skynsamlegra að bíða eftir GTX 6xx? (sem á víst að koma í byrjun næsta árs). Tek það fram að ég hafði hugsað mér að fá mér annað 580 seinna.
Bráðvantar samt tölvu, hef ekkert nema iPad at the moment :uhh1 Gæti sennilega selt síðan 580 eftir nokkra mánuði eða eitthvað svoleiðis ef það væri þess virði.. Hvernig myndu þið tækla þetta?
Edit-
Önnur hugmynd, láta 2stk 580 duga í bili og fara svo í Maxwell? Það hljómar allavega nokkuð solid plan.

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Fös 21. Okt 2011 02:34
af Bioeight
Eftir því sem ég hef lesið þá eru öflugu Kepler kortin ekki að koma alveg strax, ég myndi ekki búast við þeim fyrr en í fyrsta lagi apríl 2012, mín ágiskun er að þau komi sumar 2012. Þá ertu að tala um að bíða í hálft ár í það minnsta þegar þig bráðvantar tölvu.

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Fös 21. Okt 2011 03:14
af g0tlife
vikingbay skrifaði:Önnur hugmynd, láta 2stk 580 duga í bili og fara svo í Maxwell? Það hljómar allavega nokkuð solid plan.


2x 580 kort til að spila leiki næstu 6 mánuði ? .. Algjör peningasóun !

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Fös 21. Okt 2011 04:44
af Bioeight
g0tlife skrifaði:
vikingbay skrifaði:Önnur hugmynd, láta 2stk 580 duga í bili og fara svo í Maxwell? Það hljómar allavega nokkuð solid plan.


2x 580 kort til að spila leiki næstu 6 mánuði ? .. Algjör peningasóun !

Maxwell kemur ekki fyrr en 2013.

Að fá sér eitt GTX 580 núna og svo bíða og sjá hvað gerist er solid plan. AMD eru líka að koma með Southern Islands GPU núna á næstunni, kannski það muni heilla þig upp úr sokkunum? Alltaf að gefa samkeppnisaðilanum tækifæri. Ég er t.d. núna að fara að fá mér Intel móðurborð og örgjörva, þó ég sé harður AMD stuðningsmaður.

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Mið 09. Nóv 2011 00:09
af Varasalvi
Bioeight skrifaði:
g0tlife skrifaði:
vikingbay skrifaði:Önnur hugmynd, láta 2stk 580 duga í bili og fara svo í Maxwell? Það hljómar allavega nokkuð solid plan.


2x 580 kort til að spila leiki næstu 6 mánuði ? .. Algjör peningasóun !

Maxwell kemur ekki fyrr en 2013.

Að fá sér eitt GTX 580 núna og svo bíða og sjá hvað gerist er solid plan. AMD eru líka að koma með Southern Islands GPU núna á næstunni, kannski það muni heilla þig upp úr sokkunum? Alltaf að gefa samkeppnisaðilanum tækifæri. Ég er t.d. núna að fara að fá mér Intel móðurborð og örgjörva, þó ég sé harður AMD stuðningsmaður.


Hvað er þetta Maxwell og Southern Islands? :) Sorry, varð forvitinn :megasmile

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Mið 09. Nóv 2011 03:08
af Bioeight
Southern Islands er heitið á næstu skjákortum frá AMD.
Kepler er heitið á næstu skjákortum frá Nvidia.
Maxwell er heitið á þeim skjákortum sem koma á eftir Kepler frá Nvidia.

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Mið 09. Nóv 2011 03:13
af KrissiK
Bioeight skrifaði:Southern Islands er heitið á næstu skjákortum frá AMD.
Kepler er heitið á næstu skjákortum frá Nvidia.
Maxwell er heitið á þeim skjákortum sem koma á eftir Kepler frá Nvidia.

in other words... CODENAME :)

Re: GTX 580 eða bíða eftir kepler?

Sent: Mið 09. Nóv 2011 03:15
af Varasalvi
KrissiK skrifaði:
Bioeight skrifaði:Southern Islands er heitið á næstu skjákortum frá AMD.
Kepler er heitið á næstu skjákortum frá Nvidia.
Maxwell er heitið á þeim skjákortum sem koma á eftir Kepler frá Nvidia.

in other words... CODENAME :)


Gott að þú sagðir þetta, fattaði þá strax hvað hann var að tala um. Sá ekki fyrir mér að það kæmu skjákort sem hétu "AMD Southern Island 555gx" eða eitthvað í þá áttina :)