Síða 1 af 1

Uninterruptable powersupply

Sent: Sun 16. Okt 2011 17:17
af kubbur
nú er maður farinn að hugsa svoldið um rafmagnssveiflur þar sem allar perur í húsinu virðast springa frekar fljótt

ég fór að spá, þegar maður er að reikna út stærð ups sem maður þarf, ætti maður að reikna út hvað tölvan sjálf er að nota mikið eða út frá því hvað aflgafinn er stór

ég tók saman smá og skv mínum útreikningum ættu tölvurnar á heimilinu að vera að nota um 929w og skjáirnir um 80w, ef ég tek saman út frá stærð aflgjafa í tölvunum þá hækkar talan töluvert, hvort er rétt ?

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Sun 16. Okt 2011 17:20
af AntiTrust

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Sun 16. Okt 2011 20:16
af kubbur
AntiTrust skrifaði:Kannski þetta hjálpi þér e-ð :

http://bugclub.org/beginners/miscellaneous/upscalc.html


já var búinn að sjá þetta, þessvegna var ég að pæla í hvort það væri stærð aflgjafans eða power consuption á vélbúnaðinum sjálfum

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Sun 16. Okt 2011 21:42
af hagur
Aflgjafinn dregur þann straum sem vélbúnaðurinn notar hverju sinni. Ef þú ert með 1200W aflgjafa en íhluti sem draga max 300W þá myndi ég nú bara miða við 300W.

Ef þú vilt vera fullkomlega "safe", þá kannski færðu þér UPS sem matchar maximum rating á aflgjafanum hjá þér.

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Mán 17. Okt 2011 12:37
af kubbur
hagur skrifaði:Aflgjafinn dregur þann straum sem vélbúnaðurinn notar hverju sinni. Ef þú ert með 1200W aflgjafa en íhluti sem draga max 300W þá myndi ég nú bara miða við 300W.

Ef þú vilt vera fullkomlega "safe", þá kannski færðu þér UPS sem matchar maximum rating á aflgjafanum hjá þér.

þetta svarar spurningu minni fullkomlega, takk ;D

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Mán 17. Okt 2011 12:45
af tdog
kubbur skrifaði:nú er maður farinn að hugsa svoldið um rafmagnssveiflur þar sem allar perur í húsinu virðast springa frekar fljótt


Reyndu að kaupa perur sem eru gefnar upp 240 eða 250 volt, þær perur þola spennutoppa mun betur en 220v perur.

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Mán 17. Okt 2011 12:45
af kubbur
tdog skrifaði:
kubbur skrifaði:nú er maður farinn að hugsa svoldið um rafmagnssveiflur þar sem allar perur í húsinu virðast springa frekar fljótt


Reyndu að kaupa perur sem eru gefnar upp 240 eða 250 volt, þær perur þola spennutoppa mun betur en 220v perur.

hmm, hvar finnur maður svoleiðis ?

Re: Uninterruptable powersupply

Sent: Mán 17. Okt 2011 12:52
af tdog
Ég hef fundið þæ í Byko og Húsasmiðjunni. Þetta eru bara ósköp venjulegar ljósaperur, en þær eru bara hannaðar fyrir hærri spennugildi.