Síða 1 af 1

Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Þri 04. Okt 2011 14:18
af appel
Hvar fæ ég almennilega mús?

Er núna með G9, og bara finnst hún leiðinleg. Vill fá einhverja sem er léttari og bara auðveldari að vera fljótur með og nákvæmur. G9 er soddan hlunkur.

Var að hugsa með svona:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1418

En hef enga reynslu af því að velja mús. Er ekki í 1st-person-shooters, er helst í RTS leikjum, t.d. SC2, og almennri gluggavinnslu.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús.

Sent: Þri 04. Okt 2011 14:21
af ScareCrow
G400

/Thread

Re: Mús

Sent: Þri 04. Okt 2011 14:21
af MarsVolta
Ég hef prófað þessa mús sem þú linkar á á tölvutækni síðunni og mér finnst hún mjög óþægileg. Ég keypti mér hinsvegar Imperator músina frá Razor og er ég að fíla hana í botn ! Hún er ekki nema 1000 kalli dýrari en Lachesis músin ;).
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1615

Ég mæli hinsvegar með því að fara niður í tölvutækni og prufa mýsnar því þetta er rosalega persónubundið hvað þú fílar.
p.s. á myndinni lítur Imperator músin út fyrir að vera pínkulítil en hún er það ekki.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús.

Sent: Þri 04. Okt 2011 14:22
af GuðjónR
Það er langbest að kíkja á staðinn og prófa, finna hvernig hún er í lófa.
Veltur allt á því hversu stórar krumlur þú ert með ;)
Engin ein er best...og engin ein er verst. - speki dagsins.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús.

Sent: Þri 04. Okt 2011 15:01
af MatroX
GuðjónR skrifaði:Það er langbest að kíkja á staðinn og prófa, finna hvernig hún er í lófa.
Veltur allt á því hversu stórar krumlur þú ert með ;)
Engin ein er best...og engin ein er verst. - speki dagsins.

Sammála þér. við getum nefnt helling af músum en það kemur allt niður á því hvað þér finnst þægilegt og hvað þú vilt.

ég fór einmitt úr g9 í g400 og ég varð mikið sáttari eftir þau skipti.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Þri 04. Okt 2011 15:45
af axyne
MX518 músin sem ég á núna er langþæginlegasta mús sem ég hef prufað.

G400 er upgrade-uð MX518, ef ég væri að kaupa mér nýja mús í dag þá fengi ég mér hana.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Þri 04. Okt 2011 15:49
af appel
axyne skrifaði:MX518 músin sem ég á núna er langþæginlegasta mús sem ég hef prufað.

G400 er upgrade-uð MX518, ef ég væri að kaupa mér nýja mús í dag þá fengi ég mér hana.

Ég fíla akkúrat ekki þessháttar lögun á mús.

Þ.e. svona lögun sem er rosalega kúpt, hönnuð fyrir alla lúkuna á þér. Ég vil stjórna músinni með fingurgómunum.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 10:33
af appel
Vá, fór í tölvutækni í gær og fann ekki neitt sem mér fannst alveg must-have. Hlýt að vera með eitthvað sérstakar þarfir. Fékk mér nýja músamottu þó, vonandi hjálpar hún eitthvað.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 10:48
af GuðjónR
Endarðu ekki bara hérna?

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 13:44
af appel
GuðjónR skrifaði:Endarðu ekki bara hérna?

Veistu hvað, jú, fokk itt... ætla að kaupa mér hana aftur, músina sem mig dreymir hverja nótt. :japsmile

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 13:51
af GuðjónR
hehehehe....ég vildi að ég væri svona lítillátur og nægjusamur :|

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 15:12
af Halli25
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Endarðu ekki bara hérna?

Veistu hvað, jú, fokk itt... ætla að kaupa mér hana aftur, músina sem mig dreymir hverja nótt. :japsmile

Til á landinu :)
http://tl.is/vara/20982

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 15:21
af oskar9
ég var með Razer copperhead áður en ég fór í Mömbuna, copperhead-inn er svona claw grip mús, þeas það hvílir ekkert á henni nema tveir fingur, ef þú ert að leita að þannig gripi þá er copperhead-inn frekar solid :happy

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Mið 05. Okt 2011 22:19
af appel
oskar9 skrifaði:ég var með Razer copperhead áður en ég fór í Mömbuna, copperhead-inn er svona claw grip mús, þeas það hvílir ekkert á henni nema tveir fingur, ef þú ert að leita að þannig gripi þá er copperhead-inn frekar solid :happy


Prófa hana. Lítur vel út.

Spurning hvar maður fær hana á íslandi.

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Þri 11. Okt 2011 16:04
af pattzi

Re: Vantar ráðleggingar varðandi mús

Sent: Þri 11. Okt 2011 16:07
af Black
Mæli ekki með razer,búinn að eiga deathadder seldi hana eftir mánuð e-ð einfaldlega virkaði ekki í cs.. er núna með coolermaster Sentinel Advance, ágætismús fer að fara skipta henni út samt, Síðan er náttulega mx518 sem er besta mús sem til er.Það er kominn ný útgáfa af henni, g400 hún er betri flottari og ekkert síðri en mx518

Mynd

G400 mæli sterklega með henni!