Síða 1 af 1

Eyefinity

Sent: Mán 26. Sep 2011 21:46
af escobar
sælir,

Hvaða kort mæliði með fyrir Eyefinity setup?

kv, Pablo

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 00:29
af GrimurD
AMD Radeon 6950 eða 6970. Myndi ekki fara í 6870/6850 því þau eru bara með 1gb í minni og þegar þú ert komin upp í svona háa upplausn þá er það bara ekki nóg. Getur svosem líka notað surround sem er í nvidia kortunum. Veit bara ekki nóg um það til að dæma um það. Þarft samt tvö kort til að nota það með nvidia.

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 10:08
af escobar
Takk fyrir svarið.

Er kannski betra að kaupa 6950/70 í Flex Edition, skilst að það sé erfitt að fá það hér á landi.

Kveðja, Pablo.

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 12:04
af GrimurD
Myndi ekkert vera að pæla í að kaupa flex nema þú sjáir það útí búð. Auka vesenið er ekki þess virði. Kaupir bara svona millistykki og þá geturu notað þrjá skjái.

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 12:16
af escobar
GrimurD skrifaði:Myndi ekkert vera að pæla í að kaupa flex nema þú sjáir það útí búð. Auka vesenið er ekki þess virði. Kaupir bara svona millistykki og þá geturu notað þrjá skjái.


Vinur minn er með 6950 og það koma oft grafík truflanir þegar hann er í leikjum,

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 12:19
af AntiTrust
Ég var með 5770 og notaði það í Eyefiniti með DP adapter, alveg án vandræða. Var alveg merkilegt meira segja hvað þetta kort gat keyrt.

Re: Eyefinity

Sent: Þri 27. Sep 2011 23:56
af GrimurD
escobar skrifaði:
GrimurD skrifaði:Myndi ekkert vera að pæla í að kaupa flex nema þú sjáir það útí búð. Auka vesenið er ekki þess virði. Kaupir bara svona millistykki og þá geturu notað þrjá skjái.


Vinur minn er með 6950 og það koma oft grafík truflanir þegar hann er í leikjum,

Ef það er screen tearing þá er það bara normið, er hjá öllum sem nota eyefinity. Ég hef annars aldrei fengið neinar sérstakar grafík truflanir bara flestir leikir ekki hannaðir fyrir eyefinity og þá kemur þetta oft svolítið skringilega út. En ef það er dót eins og artifacts og svona sem hann er að fá þá er alveg möguleiki að það sé eitthvað annað. Kortið gæti t.d. verið að ofhitna. Það er amk aldrei eðlilegt að fá truflanir og ef hann er ekki með eyefinity þá er eitthvað að.

Re: Eyefinity

Sent: Mið 05. Okt 2011 01:22
af kristinnhh
Ég er nýbúinn að setja upp í Eyefinity hjá mér .. Sko ég keypti mér Power Colour HD 6870x2 http://kisildalur.is/?p=2&id=1809

Og ég næ að keyra BF3 betuna í ultra á einn skjá. Enn ef ég er að nota þrjá skjá þá er ég með leikinn í medium.
Þetta er svo svaðaleg upplausn að þú þarft helst að keyra Crossfire í gang ef þú ætlar að spila þetta almennilega.

Ég er að fara í crossfire með þetta kort í vikunni bara til að geta keyrt þessa leiki almennilega í eyefinity.