Síða 1 af 1

AMD Athlon II X4 640 eða Phenom II X4 945

Sent: Sun 25. Sep 2011 17:09
af kfc
Sælir

Er að spá í að fá mér nýjan örgjörva. Öflugustu örgjafinn sem móðurborðið mitt ræður við eru AMD Athlon II X4 640 og AMD Phenom II X4 945.

Hvor örgjafinn er betri, þeir eru á mjög sviðuðu verði.

Móðurborðið sem ég er með er ASUS M2N32-SLI Deluxe/Wireless Edition http://www.asus.com/Motherboards/AMD_AM ... ss_Edition

Re: AMD Athlon II X4 640 eða Phenom II X4 945

Sent: Sun 25. Sep 2011 17:23
af chaplin
Phenom eru öflugri en Athlon, minnir að það sé aðalega útaf því þeir hafa meira flýtiminni, ss. eiga að vera öflugri í flest öllum vinnslum.

Phenom voru hugsaðir fyrir myndvinnslu og leiki.

Athlon fyrir "öflugar" desktop vélar fyrir alla helstu heimilisnotkun og gott betur.

Taktu Phenom, sérstaklega ef það munar litlu sem engu í verði. ;)

Re: AMD Athlon II X4 640 eða Phenom II X4 945

Sent: Sun 25. Sep 2011 19:00
af kfc
Er í dag með AMD Athlon 64 X2 4200+. Yrði þetta ekki þónokkur bæting?

Re: AMD Athlon II X4 640 eða Phenom II X4 945

Sent: Sun 25. Sep 2011 19:02
af KristinnK
kfc skrifaði:Er í dag með AMD Athlon 64 X2 4200+. Yrði þetta ekki þónokkur bæting?


Jú, Phenom II X4 945 er um það bil þrisvar sinnum öflugri en Athlon 64 X2 4200+.