Síða 1 af 1
Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 14:45
af Oak
Sælir
Það eru svona leiðinlegar rendur sem skipta niður skjánnum á tveimur stöðum. Er einhver sem kannast við þetta vandamál? Þetta er stundum ekki þegar að ég er að kveikja fyrst á tölvunni en ef að skjárinn fer á standby þá kemur þetta alveg um leið og það kviknar aftur.


Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 16:20
af BjarniTS
Bless bless skjákort.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 16:50
af AntiTrust
Ég myndi segja að þetta væri annaðhvort skjákapallinn eða skjárinn. Í sjaldgæfum tilfellum er skjákapallinn einfaldlega laus. Þessi lína bendir allavega ekki til GPU bilunar eftir minni reynslu að dæma.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:22
af Oak
ég tók allt í sundur og hreinsaði allt og skipti um krem á cpu. ætti ég nokkuð að þurfa að skipta um púðana á skjákortinu og kubbasettinu.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:24
af AntiTrust
Oak skrifaði:ég tók allt í sundur og hreinsaði allt og skipti um krem á cpu. ætti ég nokkuð að þurfa að skipta um púðana á skjákortinu og kubbasettinu.
Ef röndin er alltaf á sama stað, og kemur og fer þá get ég nánast vottað fyrir það að þetta sé ekki hitavandamál.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:31
af Oak
mér datt það í hug þegar að ég startaði henni aftur.
einhvað annað sem þig dettur í hug að ég geti kíkt á?
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:35
af AntiTrust
Oak skrifaði:mér datt það í hug þegar að ég startaði henni aftur.
einhvað annað sem þig dettur í hug að ég geti kíkt á?
Byrja á því að skipta um skjákapal, ef það leysir ekki vandamálið þá er þetta skjárinn, sem mér finnst þó líklegast.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:54
af lukkuláki
Skjárinn sjálfur er bilaður. En efast um að það sé hægt að laga þetta.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 17:59
af Oak
það var nefnilega svo skrítið að þetta var stundum í lagi ef að ég var ekki búinn að vera lengi í tölvunni.
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 18:30
af lukkuláki
Oak skrifaði:það var nefnilega svo skrítið að þetta var stundum í lagi ef að ég var ekki búinn að vera lengi í tölvunni.
Já hugsanlega dettur hann inn ef þú bankar létt í rammann / kantinn að ofan en þetta er frekar pirrandi
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 21:10
af beatmaster
Var þetta vandamál líka áður en að þú settir Win8 á vélina?
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 22:06
af Oak
beatmaster skrifaði:Var þetta vandamál líka áður en að þú settir Win8 á vélina?
Jamm þetta tengist því ekki neitt...þetta er alveg frá BIOS.

Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 23:00
af beatmaster
Þetta er annaðhvort skjárinn eða kapallinn sem að er að gefa sig hjá þér að mínu mati, því miður
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Lau 24. Sep 2011 23:56
af rapport
Möguleikarnir eru A, B og C
A - Skilaboðin eru ekki send af stað (skjákortið)
B - Skilaboðin eru send af stað en komast ekki til skila (kapallinn)
c - Skilaboðin eru send og komast til skila en ekkert vinnur úr þeim (skjárinn)
Re: Skjár á Dell Latitude D820 m/rendur
Sent: Sun 25. Sep 2011 09:30
af lukkuláki
Til að útiloka skjá kortið er best að tengja skjá við vélina og ýta á fn+F8