Síða 1 af 1

að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:09
af worghal
sælir, ég er hérna með tölvu sem neitar að starta sér, ég er búinn að prófa psu og hann virkar, en er einhver leið til að prófa móðurborðið ?
hún vill ekki kveikja á sér, ég get nánast bókað að MB sér farið en ég vill vera viss. hvernig á að fara að ?

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:25
af MatroX
worghal skrifaði:sælir, ég er hérna með tölvu sem neitar að starta sér, ég er búinn að prófa psu og hann virkar, en er einhver leið til að prófa móðurborðið ?
hún vill ekki kveikja á sér, ég get nánast bókað að MB sér farið en ég vill vera viss. hvernig á að fara að ?

spurning að koma með upplýsingar um vélina:D

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:32
af worghal
freker ómerkilegt dót, langar bara að koma þessu í gang :)
en speccs eru:
CPU: AMD 64 3500
MB: MSI K8N SLi Platinum
RAM: 2x1gb 400mhz corsair
GPU: nvidia NX8500gt eða NX7600GS (ekki sli, á bara þessi tvö kort til að prufa)
PSU: Zumax 550W

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:33
af MatroX
ertu búinn að prufa starta henni með einum minniskubb?

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:40
af worghal
búinn að prufa tvö sett af minnum og enþá kemur ekki svo mikið sem múkk úr þessu

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:40
af SteiniP
Prófa bara móðurborðið eitt og sér.

Rífur allt úr sambandi (líka minnin og örgjörvann). Hafðu eina viftu tengda og aflgjafann í 24 og 4 pinna tengjunum, ekkert annað tengt.
Prófaðu svo að kveikja. Ef viftan snýst, þá er móðurborðið hugsanlega í lagi, ef ekki þá er það dautt (þ.e. ef að aflgjafinn er í lagi, prófaðu hann í annarri tölvu ef þú ert ekki viss).

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:49
af KristinnK
Þú skalt prófa að starta móðurborðinu án minniskubba í. Ef móðurborðið er í lagi bípir það ef ekkert minni er í henni. Ég lennti einmitt í vandræðum með tölvuna mína um daginn, og ég lét þetta test skera úr um móðurborðið. Það bípti ekki, þannig ég keypti nýtt í staðinn, og því nýja virkaði allt.

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:51
af worghal
málið er það að það kveiknar bara ekki á því, engin vifta fer í gang, með eða án aukahluta.
ég er tilbúinn að játa mig sigraðan því ekkert gerist :(

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:51
af beatmaster
Ertu búinn að prufa með öðrum aflgjafa?

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:53
af worghal
aflgjafinn er í fullkomnu standi sko.

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 22:58
af beatmaster
Hefurðu það staðfest með því að nota PSU tester á þennann?

Því að þótt að þessi aflgjafi kveiki á öðru móðurborði þá er alveg möguleiki á að hann sé bilaður og þetta borð gúdderi hann einfaldlega ekki

Re: að prófa móður borð

Sent: Þri 20. Sep 2011 23:13
af ScareCrow
Getur ekki svona gerst ef batterý á móðurborðinu er farið? spyr sá sem ekki veit.