Síða 1 af 1

Vandamál með Seagate Barracuda 2TB

Sent: Fös 16. Sep 2011 08:54
af C2H5OH
Núna er ég ekki sáttur, keypti mér svona disk frá tölvuvirkni í febrúar, smellti honum beint í tölvuna og hann var þar. Setti helling af efni inná hann, þar á meðal efni sem skiptir máli, námsefni og ljósmyndir.
Núna í ágúst kom melding frá harddisk sentinal sem ég er með uppsett og sagði mér að það væru hellingur af bad sectors og ég ætti að backa allt upp strax, rétt náði því mikilvæga.
Fór svo með diskinn í tölvuvirkni og þeir greindu hann sem gallaðann og ég fékk nýjann þar sem hann var í ábyrgð tölvuvirkni á hrós skilið fyrir það =D>

Nýi diskurinn fór einnig beint í kassann og er búinn að vera þar síðan, í gærkvöldi fékk ég sömu tilkynningu frá Harddisk sentinal :crazy um að það væri komnir hellingur af Bad sectors :mad :mad
ég er búinn að backa up ljósmyndinar.

Er bara að bíða eftir því að Tölvuvirkni opni til að heyra í þeim hvernig ég á að snúa mér í þessum málum.

Nú spyr ég hafiði lent í einhverju svipuðu með diska frá Sagate 2TB og hvort þið hafði heyrt um einhverja framleiðslugalla í þeim...

Re: Vandamál með Seagate Barracuda 2TB

Sent: Fös 16. Sep 2011 09:03
af Benzmann
aldrei lent í svona með seagate diska :P, er með 3 x 250gb seagate diska sem ég hef notað síðustu 6-7ár sem gagnadiska,, aldrei heyrt neitt múkk frá þeim :)

Re: Vandamál með Seagate Barracuda 2TB

Sent: Fös 16. Sep 2011 09:33
af TraustiSig
Ég held að það sé ekkert að þeim sérstaklega... Þú ert bara óhepppinn að lenda á tveimur sem eru lélegir... :)

Alltaf geyma það allra heilagasta á fleiri en einum stað... Það getur allt bilað.. :happy

Re: Vandamál með Seagate Barracuda 2TB

Sent: Fös 16. Sep 2011 10:56
af Zpand3x
benzmann skrifaði:aldrei lent í svona með seagate diska :P, er með 3 x 250gb seagate diska sem ég hef notað síðustu 6-7ár sem gagnadiska,, aldrei heyrt neitt múkk frá þeim :)

6-7 ára .. þá er það áður en Seagate keypti fyrirtækið Maxtor 2006... Las að eftir það hrakaði gæðunum svakalega.. Var einmitt að kaupa mér 2 TB disk fyrir 2 dögum.. las um þennan Seagate því hann er ódýrastur og mér leist ekki á review in sem hann fékk á Newegg... þannig ég tók frekar WD caviar green 2TB á 13950 kr í att