Núna í ágúst kom melding frá harddisk sentinal sem ég er með uppsett og sagði mér að það væru hellingur af bad sectors og ég ætti að backa allt upp strax, rétt náði því mikilvæga.
Fór svo með diskinn í tölvuvirkni og þeir greindu hann sem gallaðann og ég fékk nýjann þar sem hann var í ábyrgð tölvuvirkni á hrós skilið fyrir það
Nýi diskurinn fór einnig beint í kassann og er búinn að vera þar síðan, í gærkvöldi fékk ég sömu tilkynningu frá Harddisk sentinal
um að það væri komnir hellingur af Bad sectors ég er búinn að backa up ljósmyndinar.
Er bara að bíða eftir því að Tölvuvirkni opni til að heyra í þeim hvernig ég á að snúa mér í þessum málum.
Nú spyr ég hafiði lent í einhverju svipuðu með diska frá Sagate 2TB og hvort þið hafði heyrt um einhverja framleiðslugalla í þeim...