Síða 1 af 1

Vantar aðstoð

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:40
af tobbibraga
Hvað getur verið að tölvuni hjá mér hún slekkur á sér í tíma og ótíma uppúr þurru,
hún hefur aldrei ofhitnað er með hitamælir á henni og hann er alltaf í 25 gráðum hún er ný byrjuð á þessu eða bara í kvöld.
Hvað getur þetta verið??

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:41
af tobbibraga
hún er búin að drepa á sér 5 sinnum núna á 1 klukkustund

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:42
af Eiiki
Komdu með specs...

Heyrist eitthvað hljóð? Hefuru eitthvað verið að rykhreinsa hana nýlega eða taka hana í sundur? Skipta um íhluti eða eitthvað álíka?

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:43
af AntiTrust
Engin BSOD?

Byrja bara á því að vélbúnaðartesta vélina alla.

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:49
af tobbibraga
Hún er 2 mánaða gömul ekkert ryk í henni, kemur ekkert hljóð deyr bara
Móðurborð: ACRock 870 Extreme3
Aflgjafi: Tagan Pipe Rock 500W
Vinsluminni: Mushkin Enhanced Blackline 4x 2 GB
Skjákort: Geforce 8800 GTS
C,M Örgjörfakæling
Örgörfinn: AMD Phenom II X4 955
Harðidiskur 2TB

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fös 16. Sep 2011 00:04
af methylman
Veðja á að aflgjafinn sé of lítill 700W væri það sem ég setti í þessa vél

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fös 16. Sep 2011 00:22
af Eiiki
Aflgjafinn er alls ekki of lítill fyrir þetta setup, en ég gæti trúað að hann sé orðinn slappur. Gerðu eins og antitrust segir, testaðu vélbúnaðinn hjá þér.
Ég lenti í svipuðu í vor og þá var það bæði móðurborð og harður diskur sem gáfu sig.

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fös 16. Sep 2011 08:01
af tobbibraga
Aflgjafinn ætti ekki að vara slappur hann er alveg nýr

Re: Vantar aðstoð

Sent: Fös 16. Sep 2011 08:17
af HelgzeN
lenti í þessu nákvæmlega sama, og það var aflgjafinn sem var að deyja.