Síða 1 af 1

Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Mið 14. Sep 2011 22:28
af Plushy
Sælir.

Er með Gigabyte GTX 570OC skjákort og hef tekið eftir því að t.d. í Battlefield; Bad Company 2 og að runna WoW í DX11 þá verður skjárinn hvítur fljótlega og display driverinn crashar og kemur svo aftur inn eftir nokkrar sec.

Hefur einhver orðið var við þetta vandamál hjá sér eða veit hvernig maður færi að því að laga það? svo sem ekkert mikið bögg þar sem ég get keyrt báða leikina í DX9 án vandamála en væri fínt að hafa þetta tip top.

Er búinn að liggja yfir google og það skilaði frekar littlu.

öll hjálp vel þegin,

kv.

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Mið 14. Sep 2011 22:29
af Klaufi
Búinn að prufa eldri/nýrri driver?

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Mið 14. Sep 2011 22:59
af Plushy
Klaufi skrifaði:Búinn að prufa eldri/nýrri driver?


Jamm. Prófaðu nokkra beta drivers líka. Prófaði að hafa mismunandi klukkur og t.d. venujlega klukku á kortinu ef að OC'ið væri að fara svona með það.

Kemur alltaf að Kernel driverinn hafi failað.

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Mið 14. Sep 2011 23:53
af astro
Vá steikt.

Sama er að gera hjá mér með GTX 560ti nema alldrei í leikjum (DX9/10/11) heldur einungis þegar ég er inní möppum eða slíku (ekki forritum).

Músin frýs, svartur skjár, poppar inn eftir kanski 3-5 sec og kemur error og að skjákortið hafi enduræst drivernum eða e-h :)

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Mið 14. Sep 2011 23:57
af worghal
hefur bara komið fyrir hjá mér í wow, svartur skjár og display driver has stopped working :thumbsd

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Fim 15. Sep 2011 00:24
af Plushy
Stofnum facebook hóp og bíðum eftir því að vandamálið leysi sig sjálft!

Re: Gigabyte GTX 570OC DX11 Vandamál?

Sent: Fim 15. Sep 2011 23:43
af braudrist
Í hvaða upplausn ertu að spila ? Hefuru prófað að breyta um upplausn og sjá hvort að vandamálið sé farið? Gæti verið bilaður shader í kortinu