Síða 1 af 2
Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 08. Sep 2011 17:15
af svanur08
Veit einhver hvað er að valda þessu? komið núna tvisvar hjá mér á 2 vikum.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 08. Sep 2011 17:25
af worghal
lenti í þessu bara í gær, gæti verið driver vandamál.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 08. Sep 2011 17:30
af toybonzi
Kemur alltaf upp einu sinni í hvert skipti sem ég endurræsi vélina.....eitthvað ATI + Dell hate relationship

Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mið 02. Nóv 2011 23:32
af svanur08
ég er ennþá að lenda í þessu og farið að aukast, einhver sem hefur hugmynd ?
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mið 02. Nóv 2011 23:41
af DJOli
1. Sækja nýjasta driver.
2. Henda út núverandi driver.
3. Endurræsa.
4. Setja inn nýjasta driver.
5. Endurræsa.
Vandamál leyst?
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 03. Nóv 2011 18:59
af svanur08
DJOli skrifaði:1. Sækja nýjasta driver.
2. Henda út núverandi driver.
3. Endurræsa.
4. Setja inn nýjasta driver.
5. Endurræsa.
Vandamál leyst?
neibb búinn að prufa það, meira seigja fara í driver cleaner
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 03. Nóv 2011 19:10
af Haxdal
svanur08 skrifaði:DJOli skrifaði:1. Sækja nýjasta driver.
2. Henda út núverandi driver.
3. Endurræsa.
4. Setja inn nýjasta driver.
5. Endurræsa.
Vandamál leyst?
neibb búinn að prufa það, meira seigja fara í driver cleaner
Búinn að prófa nýjasta beta driverinn ?
Getur líka þurft að fara aftur nokkur skref og setja inn eldri útgáfu.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fim 03. Nóv 2011 19:31
af Hargo
Hvaða skjákort ertu með?
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fös 11. Nóv 2011 15:57
af svanur08
formata og setja windows upp á nýtt, hefur það eitthvað seigja ?
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fös 11. Nóv 2011 16:35
af cure
svanur08 skrifaði:formata og setja windows upp á nýtt, hefur það eitthvað seigja ?
Ég efa það, því ég er líka að lenda einstakasinnum í þessu eftir að ég setti nýjasta driverinn inn, þeir hljóta að fara að koma með nýja uppfærslu víst það sé eithvað bug í þessum.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fös 11. Nóv 2011 16:43
af Nördaklessa
ég hef verið að lenda í þessu líka, en er með nvidia 560GTX-TI, náði í nýjasta driverinn og runnaði smooth, svo kom þetta aftur í gær, það virðist vera að Driver v.275 virkar bara smooth :/
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fös 11. Nóv 2011 18:02
af braudrist
Í hvaða leikjum? Gerðist hjá mér í Steam-based leikjum með driver 28x.xx en með 27x.00 drivers þá virkar allt fínt.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Fös 11. Nóv 2011 18:31
af gutti
þetta kom hjá mér áður en ég keypt mér nýtt skjákort svo þegar ég setti inn nýja kortið náði í nýjasta dirver þá kom ekki meira minnir mig að ég googlaði um þetta náði uppfærslu hvort hefði frá mircorsoft síðunna man ekki alveg
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
Ég hef ekki fengið síðan ég setti upp nýtt skjákort set link hér getur kannski hjálpa ef einhvern lentur í þessu
http://www.w7forums.com/display-driver- ... 10736.htmlhttp://social.technet.microsoft.com/For ... 7d10e67241
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Lau 03. Des 2011 21:20
af Plushy
Einhverjar lausnir komnar? Er að lenda í þessu í MW3. Er búinn að prófa fjöldan allan af driverum.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Lau 03. Des 2011 21:40
af Klaufi
Plushy skrifaði:Einhverjar lausnir komnar? Er að lenda í þessu í MW3. Er búinn að prófa fjöldan allan af driverum.
Búinn að prufa nýjustu betuna sem er nýkomin út?
Hann tók þetta út hjá mér.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Lau 03. Des 2011 21:56
af ZiRiuS
Ertu með youtube myndbönd opin eða eitthvað svoleiðis? Gerðist hjá mér þannig og þá er nóg að hægri klikka á myndbandið fara í settings og taka hardware acceleration af, þá lagaðist þetta hjá mér.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Lau 03. Des 2011 22:06
af Cashier
Margir hafa fengið bót á þessu með því að hækka aðeins IOH spennuna í BIOS.
Prófaðu líka að gúgla "IOH voltage nvidia lockup club".
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Lau 03. Des 2011 22:45
af Plushy
Klaufi skrifaði:Plushy skrifaði:Einhverjar lausnir komnar? Er að lenda í þessu í MW3. Er búinn að prófa fjöldan allan af driverum.
Búinn að prufa nýjustu betuna sem er nýkomin út?
Hann tók þetta út hjá mér.
Ef þú ert að tala um 290.36 BETA þá já, er ég búinn að prófa

Þetta gerist aðallega í DX11 Keyrslu. Þurfti að breyta BFBC:2 í DX9 í staðinn fyrir DX11 til að geta spilað, verð að spila wow í DX9 og núna er þetta oft að gera í MW3, 3+ sinnum í hverjum leik.
Vildi helst samt laga þetta án þess að fikta í BIOS'num. Annars er ég búinn að taka hardware acceleration af youtube myndböndum en ætti ekki að breyta neinu því ég var ekki með neitt opið.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Sun 04. Des 2011 00:48
af Molfo
Lenti sjálfur í þessu..
Fyrst var þetta bara svona eins og þú segir tvisvar í viku og ég spáði ekki svo mikið í þessu.
En svo fór þetta að gerast ítrekað. Skipti ekki máli hvort að ég var að spila leik eða bara að vinna á skrifborði.
Skjákortið var í ábyrgð hjá Tölvutækni en þeir fundu aldrei út hvað var að gerast. Sögðu bara að það væri í lagi með kortið..

Ég prófaði allt sem er búið að nefna hérna fyrir ofan.. fyrir rest þá gafst bæði ég og kortið upp. Það hætti að koma mynd á skjáinn.
Endaði með að ég varð að setja nýtt kort í vélina.
Græddi ekkert á Google heldur.. vona að þér gangi betur en mér gekk.
Kv.
Molfo
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Sun 04. Des 2011 02:03
af Bioeight
Ég hef lent í þessu vegna eftirfarandi:
Skjákortsdriver lélegur.
Skjákort yfirklukkað.
Adobe software, Adobe Flash, Adobe Reader X og svo framvegis, nýjustu útgáfur eru ekki alltaf gallalausar.
Drasl Logitech driverar.
Drasl Bluetooth driverar.
Bugged Java dót.
Sem sagt ... oftast einhverjir driverar að conflicta, forrit sem eru að keyra í bakgrunninum(Java og Adobe setja inn services sem eru að keyra í bakgrunninum t.d.) og svo skjákortið ekki að höndla það sem það er að gera(af því að það er yfirklukkað eða gallað).
Þannig að þú sérð að þetta er mjög almennur error og voðalega erfitt að benda þér á einhverja eina lausn í þessu máli. Ef þú sérð að eitthvað af þessu á við þig þá kannski prófarðu það en þetta er ekki tæmandi listi og örugglega pláss fyrir margt fleira á honum.
Ástæðan fyrir því að ég gat fundið hvað var að valda þessu er að þegar errorinn kom upp þá vissi ég nákvæmlega hvað það var sem ég var að setja inn og gat bakfært það. Það besta sem þú getur gert er að rekja hvað það er sem breyttist í tölvunni þinni þegar þessi error fórst fyrst að koma upp hjá þér.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Sun 04. Des 2011 02:09
af Benzmann
lenti oft í þessu í VISTA á tímabili, þetta hefur með driverinn að gera, ég lenti í þessu fyrir 40min í Windows 7,
eina lausnin sem ég sé, er að henda út nýjasta driverinum, og setja gamla inn aftur, og bíða þar til NVIDIA kemur með nýjann driver
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mán 05. Des 2011 00:20
af Plushy
Já, en vandamálið er að þetta kemur á öllum driverum sem ég hef prófað. Nenni þessu ekki lengur, ætla útskurða kortið gallað, hef lesið um að kortin séu eitthvað að faila með móðurborðinu og þess vegna komi þetta.
Annars núna er ég að fá ótrúlega mikið screen tearing eftir að ég prófaði gamlan driver, hann virkaði verr og setti þá nýjasta upp aftur og get varla spilað.
Þetta vandamál hefur alltaf verið, bara mismunandi mikið, jafnvel eftir að ég uppfærði skjákortið og það er búið að setja stýrikerfið oft upp á nýtt.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mán 05. Des 2011 00:26
af Benzmann
áður en þú úrskurðar skjákortið gallað, prófaðu að gera stress test á því.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mán 05. Des 2011 02:18
af Plushy
Æjj, ætlaði í rauninni ekki að úrkskurða skjákortið sjálft gallað, frekar bara allt í einhverju rugli.
http://www.youtube.com/watch?v=nCZxg-WvBa8Dæmi úr WoW, er eins í öðrum leikjum.
Re: Display driver stopped responding and has recoverd
Sent: Mán 05. Des 2011 10:36
af Benzmann
ég er oft að lenda núna í því að grafíkin í battlefield 3 hjá mér er í fokki, fjöllin þar verða bleik, og sumt annað fjólublátt og svona, svo þegar ég hætti í leiknum, þá poppar upp þetta msg, og jafnvel þá stundum frís tölvan hjá mér, ég ætla bara að bíða eftir að það komi nýr driver frá nvidia, nýjasti kom október síðastliðinn, þá ætti annar að vera að koma soon, en þegar ég lenti í þessu með vista, þá var þetta mikið algengara að þetta væri að ske, þetta gekk yfir í c.a hálft ár hjá mér þar til Nvidia gaf út nýjann driver sem lagaði þetta, þetta er eitt af mest leiðinlegum vandamálum sem ég hef lent í, og ég hef lent í mörgum leiðinlegum vandamálum í vinnunni, (er að vinna á tölvuverkstæði), en þetta er með þeim leiðinlegri á löngum skala. eina sem maður getur gert er að bíða eftir að Nvidia gefi út yfirlýsingu um þetta vandamál og viðurkenni það.